Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, veit ekki hver verður með fyrirliðabandið í dag er liðið mætir Arsenal.
Mark Noble, fyrirliði West Ham, verður ekki með liðinu á Emirates og er óvíst hver fær bandið.
Unai Emery, stjóri Arsenal, hefur valið fimm leikmenn sem geta borið bandið en Pellegrini er ekki of hrifinn af því.
,,Ef Unai telur að fimm sé í lagi þá er það ekkert vandamál. Bandið skiptir ekki máli heldur að haga sér sem fyrirliði,“ sagði Pellegrini.
,,Það eru því margar ástæður fyrir því að velja einn fyrirliða. Án fyrirliðans Noble, það er góð spurning. Það veltur bara á byrjunarliðinu, ég get ekki sagt ykkur það.“