Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það séu engin vandamál á milli hans og Leroy Sane.
Þessi 22 ára gamli leikmaður var frábær fyrir City á síðustu leiktíð en var óvænt ekki valinn í þýska landsliðshópinn fyrir HM.
Sane var valinn ungi leikmaður ársins á Englandi en hefur byrjað tímabilið á bekknum hjá Guardiola.
,,Síðustu tvær vikur þá hef ég séð þann Leroy sem ég þekki og við þekkjum,“ sagði Guardiola.
,,Ég er hæstánægður með það. Hann kom seint til baka á undirbúningstímabilinu og er að finan sitt gamla form.“
,,Hann er ekki að spila því við erum óánægðir með hans frammistöðu. Við verðum að velja og nú er Benjamin Mendy að spila á vængnum. Það er ástæðan.“