Wolves 1-1 Manchester City
1-0 Willy Boly(57′)
1-1 Aymeric Laporte(69′)
Manchester City tapaði sínum fyrstu stigum í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Wolves í þriðju umferð.
Nýliðar Wolves komust nokkuð óvænt yfir í dag er Willy Boly skoraði snemma í síðari hálfleik.
Varnarmaðurinn Aymeric Laporte sá um að tryggja City stig á 69. mínútu leiksins en hann skallaði þá knöttinn í netið fyrir gestina.
City er nú með sjö stig á toppi deildarinnar eftir þrjá leiki en Wolves með tvö stig eftir jafn marga leiki án sigurs.