Gianluigi Buffon, markvörður Paris Saint-Germain, verður bekkjaður í næstu tveimur leikjum liðsins hið minnsta.
Þetta staðfesti Thomas Tuchel, stjóri PSG í gær en liðið mætir Angers í dag og svo Nimes þann 1. september.
Buffon hefur byrjað tímabilið í marki PSG en nú mun Alphonse Areola koma inn í stað Ítalanns.
,,Alphonse mun spila gegn Angers og Nimes, eftir það þá sjáum við til,“ sagði Tuchel.
,,Það er mikilvægt fyrir Alphonse að spila. Síðasti leikurinn hans var í maí. Hann þarf að spila.“