ÍA mistókst á ótrúlegan hátt að næla í þrjú stig í kvöld er liðið mætti HK í Inkasso-deild karla
ÍA gat náð þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar með sigri en eftir markalaust jafntefli við HK skilur aðeins eitt stig liðin að.
ÍA fékk tvær vítaspyrnur í leiknum en þeir Jeppe Hansen og Vincent Weijl misnotuðu báðir sínar spyrnur og niðurstaðan markalaust jafntefli.
Víkingur Ólafsvík nýtti sér þessi mistök og er nú fimm stigum frá toppsætinu eftir sigur á Leikni Reykjavík.
Þeir Gonzalo Zamorano og Kwame Quee sáu um að tryggja Víkingum stigin þrjú en liðið situr í þriðja sæti deildarinnar.
ÍA 0-0 HK
Leiknir R. 1-2 Víkingur Ó.
0-1 Gonzalo Zamorano
0-2 Kwame Quee(víti)
1-2 Sævar Atli Magnússon(víti)