fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433Sport

Sjáðu þessa frábæru mynd: Fimm ástríðufullir forsetar og Guðni Th. miður sín

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 24. júní 2018 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, horfði á leik Íslands og Nígeríu í Tallinn í Eistlandi á föstudag. Guðni og eiginkona hans, Eliza Reid, voru þar í opinberri heimsókn en tilefnið var að hundrað ár voru þá liðin frá því að Eistar stofnuðu fyrst lýðveldi.

Guðni horfði á leikinn í Tartu ásamt forsetum Eistlands, Lettlands, Póllands og Finnlands og er óhætt að segja að allir hafi verið á bandi Íslands í leiknum – að minnsta kosti ef marka má myndina hér að neðan sem birtist á Twitter. Þar má sjá forsetana grípa um höfuðið, að því er virðist, þegar vítaspyrna Gylfa Þórs Sigurðssonar fór í súginn. Enginn virðist vera meira svekktur en Guðni, eðlilega kannski, en hann sést fremst fyrir miðju á myndinni í KSÍ bol.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Nígeríu en meðfylgjandi mynd hér að neðan tók Raigo Pajula.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“