fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433

Plús og mínus – Kom inná og fékk strax spjald fyrir dýfu

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 19:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan er komið á toppinn í Pepsi-deild karla en liðið mætti ÍBV í fyrsta leik 10. umferðar í kvöld.

Baldur Sigurðsson reyndist hetja Stjörnunnar í leik kvöldsins en hann skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri í Garðabænum eftir hornspyrnu.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Bæði lið voru eiginlega ekki upp á sitt besta sem skapaði góðan fótboltaleik. Það hljómar undarlega en það virkaði þannig á mann.

Shahab Zahedi skoraði geggjað mark fyrir ÍBV í dag. Fór illa með Daníel Laxdal og þrumaði svo boltanum undir Harald Björnsson og í netið.

Fyrra mark Stjörnumanna var ekki verra. Þorsteinn Már skoraði eftir frábæra hælspyrnu Guðjóns Baldvinssonar en sóknin í heild sinni var frábær.

Stemningin var fín í stúkunni, HM er í gangi en menn létu sig ekki vanta á völlinn.

Fjalar Þorgeirsson, markmannsþjálfari Stjörnunnar fékk gult spjald í dag. Það var ansi skondið. Öskraði á Ívar dómara og fékk refsingu.

Mínus:

Ég ætlaði að kalla þetta klúður hjá Stjörnunni ef þetta hefði endað í jafntefli. Þeir fengu svo góð færi í þessum leik og áttu að skora miklu fleiri mörk.

Sölvi Snær Fodilsson kom inná sem varamaður hjá Stjörnunni í dag í sínum fyrsta leik í sumar. Það tók strákinn eina mínútu að fá gult spjald fyrir dýfu frá Ívari dómara! Sá dómur var þó held ég bara kolrangur og átti Stjarnan að fá vítaspyrnu.

Eyjamenn gáfu bara eftir í síðari hálfleik. Leyfðu Stjörnumönnum að keyra á sig sem skapar ekkert nema vandræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Juventus leiðir kapphlaupið

Juventus leiðir kapphlaupið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Reynolds og McElhenney buðu aftur í ferð til Vegas – Borga allt

Reynolds og McElhenney buðu aftur í ferð til Vegas – Borga allt
433Sport
Í gær

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur
433Sport
Í gær

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United