fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Lögreglan byrjuð að skoða morðhótanir sem markvörður Liverpool fær

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 28. maí 2018 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid fagnaði sigri í Meistaradeild Evrópu um helgina en liðið mætti Liverpool í úrslitum í Úkraínu.

Leikurinn byrjaði fjöruglega en eftir aðeins hálftíma þurfti lykilmaður Liverpool, Mohamed Salah, að yfirgefa völlinn meiddur. Mikið áfall fyrir Liverpool en stuttu síðar missti Real mann af velli eftir meiðsli, bakvörðinn Dani Carvajal. Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn en snemma í þeim síðari komust spænsku risarnir yfir. Loris Karius gerði sig þá sekan um hörmuleg mistök í marki Liverpool er hann kastaði boltanum nánast í Karim Benzema sem skoraði.

Sadio Mane jafnaði þó fyrir Liverpool skömmu síðar eftir hornspyrnu og entist forysta Real í aðeins fjórar mínútur. Þá var röðin komin að varamanninum Gareth Bale sem kom inná sem varamaður á 61. mínútu leiksins.

Þremur mínútum eftir það skoraði Bale stórkostlegt hjólhestaspyrnumark eftir fyrirgjöf Marcelo. Bale bætti svo við öðru marki á 83. mínútu með föstu skoti fyrir utan teig sem Karius hefði átt að verja en hann missti boltann inn.

Eftir leik hefur Karius verið að fá morðhótanir í gegnum samfélagsmiðla og af þessu veit lögreglan í Bítlaborginni.

,,Við tökum svona mál afar alvarlega og starfsmenn okkar hafa hafið rannsókn,“ sagði lögreglan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?

Hvaða lagagreinar er Kolbeinn sakaður um að hafa brotið og hvað felst í þeim?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur