fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433

Gervigras á Kópavogsvöll á næsta ári

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kópavogsbær hefur samþykkt að lagt verði gervigras á Kópavogsvöll á næsta ári, þetta var samþykkt í dag.

Framlögð tillaga um gervigras á Kópavogsvöll, uppbyggingu keppnis- og æfingasvæðis fyrir frjálsrar íþróttir og endurnýjun gervigrass á Fagralundi var samþykkt með fimm atkvæðum.

Einnig verður sett upp nýtt gervigras í Fagralundi á svæði sem Breiðablik notar í dag.

,,Fyrir liggur ítarleg kostnaðaráætlun tveggja verkfræðistofa þar sem farið er yfir alla verkþætti við framkvæmdir við Smárann og Fagralund þar sem ólíkir valkostir voru bornir saman. Jafnframt er ljóst að í fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir viðhaldsframkvæmdum á gervigrasvelli við Fagralund. Samþykkt bæjarráðs byggir á þessari vinnu og ljóst að framkvæmdir næsta árs þarf að taka inn í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019,“ segir í bókun meirihlutans.

Völlum með gervigras fjölgar því en Víkingur er einnig að fara í slíka framkvæmd og Fylkir er að setja gervigras á sinn heimavöll.

Fyrir eru Stjarnan, Valur og fleiri lið með gervigras á sínum heimavelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar