fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
433Sport

Grétar Guðjohnsen á óskalista FH – ,,Það eru fleiri lið í deildinni en Valur“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 12:59

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Maður er ekkert alveg búinn að slípa liðið 100 prósent, það er alltaf þannig að manni finnst alltaf að það sé eitthvað sem þurfi að gera aðeins meira,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH í samtali við 433.is.

Nú eru fjórir dagar í FH hefji leik í Pepsi deild karla en liðið hefur leik á laugardag gegn Grindavík á útivelli. Ólafur tók við liðinu síðasta haust og er að smíða nýtt lið.

Miklar breytingar hafa verið á liði FH og er viðbúið að það geti tekið einhverja leiki í upphafi móts til að slípa liðið saman.

,,Ef maður kíkir á það sem eru kallaðir undirliggjandi þættir, sem leiða til úrslita. Úrslitin hafa ekki verið að detta með okkur, spilamennskan hefur verið að lagast. Það voru hlutir sem ég vildi laga, þeir eru komnir í betra horf. Við erum að skapa fleiri færi.“

Ólafur hefur styrkt lið FH talsvert, fleiri hafa komið en farið. Hefur hann lokað hópnum?

,,Leikmannahópar eru þannig að þeim er aldrei fulllokað, það er ekki fyrr en glugginn lokar. Ég var að spjalla við Rúnar Kristinsson áðan og mér skilst að Grétar Guðjohnsen sé að verða samningslaus í haust, við erum að þreifa fyrir okkur með hann.“

Grétar Guðjohnsen er karakter sem er í herferð Pepsi deildarinnar. Rúnar um Grétar Guðjohnsen – Án bolta er hann mjög góður

Viðtalið við Ólaf er í heild hér að neðan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=1mGHeFHYlWQ&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“

Nefnir augnablikið þegar Ten Hag missti klefann – ,,Hugsuðu að hann væri klikkaður“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fernandes ekki viss hvað gerist næst – ,,Þarf að hugsa um mína framtíð“

Fernandes ekki viss hvað gerist næst – ,,Þarf að hugsa um mína framtíð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Beckham að rifna úr stolti – Sjáðu færsluna sem hann birti

Beckham að rifna úr stolti – Sjáðu færsluna sem hann birti
433Sport
Í gær

Brynjar Björn kallar eftir því að KSÍ og ÍTF skoði það alvarlega að gera breytingar

Brynjar Björn kallar eftir því að KSÍ og ÍTF skoði það alvarlega að gera breytingar
433Sport
Í gær

Var nær dauða en lífi í spinning-tíma – Þakkar fólkinu sem brást hratt við

Var nær dauða en lífi í spinning-tíma – Þakkar fólkinu sem brást hratt við
433Sport
Í gær

Hefur enga trú á ráðningu Liverpool – „Arne Ten Slot“

Hefur enga trú á ráðningu Liverpool – „Arne Ten Slot“
433Sport
Í gær

Hegðun markvarðar KR til umræðu – „Þér líður eins og gangandi kúk þegar þú gerir svona mistök“

Hegðun markvarðar KR til umræðu – „Þér líður eins og gangandi kúk þegar þú gerir svona mistök“