fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
433

Alexander-Arnold útskýrir af hverju Firmino er einn mikilvægasti leikmaður liðsins

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. febrúar 2018 18:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool er afar ánægður með Roberto Firmino, sóknarmann liðsins.

Firmino fær ekki alltaf það hrós sem hann á skilið en hann var magnaður í 4-1 sigri liðsins á West Ham um helgina.

Hann hefur nú skorað 21 mark í 36 leikjum fyrir Liverpool á leiktíðinni, ásamt því að leggja upp önnur 9 og segir varnarmaðurinn að hann sé einn mikilvægasti leikmaður liðsins.

„Hann er mjög sérstakur leikmaður. Hann fær klárlega ekki það hrós sem hann á skilið og fyrir mér er hann mjög vanmetinn leikmaður,“ sagði Arnold.

„Hann tengir allt liðið saman. Ekki bara fremstu mennina heldur allt liðið. Hann er okkur ómetanlegur. Hann skorar, leggur upp og býr til færi. Það er erfitt að biðja um eitthvað meira frá honum.“

„Hann vill vinna allt sem í boði og hann er fæddur sigurvegari. Hann er mjög hungraður í árangur og það er mjög mikilvægt að vera með þannig leikmann sem fremsta mann,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Galdraði KR upp úr fallsæti og nálægt efri hluta deildarinnar

Galdraði KR upp úr fallsæti og nálægt efri hluta deildarinnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Frábær endurkoma Leeds í deild þeirra bestu

Frábær endurkoma Leeds í deild þeirra bestu
433Sport
Í gær

Kristján Óli segir þetta vera stóra áhyggjuefnið í Kópavoginum

Kristján Óli segir þetta vera stóra áhyggjuefnið í Kópavoginum
433Sport
Í gær

Willum og Alfons gætu fengið áhugaverðan samherja

Willum og Alfons gætu fengið áhugaverðan samherja