fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433

Var í landsliðinu með Aubameyang – Var að semja við Aftureldingu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. janúar 2018 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afturelding hefur fengið varnarmanninn Loïc M’Bang Ondo til liðs við sig fyrir átökin í 2. deildinni í sumar.

Hinn 27 ára gamli Ondo kom fyrst til Íslands árið 2010 þegar hann spilaði með Grindavík í Pepsi-deildinni. Hann hefur síðan þá spilað samfleytt á Íslandi.

Ondo lék einnig með Grindavík í Pepsi-deildinni 2012 en annars hefur hann mest leikið í næstefstu deild með BÍ/Bolungarvík og Fjarðabyggð. Síðastliðið sumar spilaði Ondo fyrri hluta tímabils með Fjarðabyggð í 2. deildinni en síðari hlutann með Gróttu í Inkasso-deildinni.

Í fyrra var Ondo valinn í landslið Gabon en þar var hann meðal annars í hóp með framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang sem er á leið til Arsenal.

,,Afturelding fagnar því að fá þennan öfluga varnarmann til liðs við sig. Ondo hefur æft með Aftureldingu undafarnar vikur og staðið sig mjög vel. Reynsla hans á eftir að hjálpa liðinu í baráttunni sem er framundan í sumar,“ segir í fréttatilkynningu frá Aftureldingu.

Þá hefur markvörðurinn Eiður Ívarsson framlengt samning sinn við Aftureldingu um tvö ár. Eiður er uppalinn hjá Aftureldingu en hann varði mark liðsins í 2. deildinni í fyrra.

,,Það er gleðiefni að Eiður ætli að taka slaginn áfram með Aftureldingu. Hann er ungur markvörður sem á framtíðina fyrir sér,“ segir í fréttatilkynningu frá Aftureldingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton