fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433

Björn Bergmann seldur til Rostov – Liðsfélagi Sverris

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 16:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bergmann Sigurðarson hefur verið seldur frá Molde til FC Rostov í Rússlandi.

Norska félagið staðfesti þetta nú rétta í þessu.

Björn átti frábært tímabil með Molde og voru mörg félög sem höfðu áhuga á honum.

Björn gerir þriggja og hálfs árs samning við Rostov með mögueika á einu auka ári.

Rostov virðist hrífast að Íslendingum því félagið festi kaup á Sverri Inga Ingasyni í sumar.

Sverrir hefur stimplað sig inn sem lykilmaður hjá félaginu. Líklegt er að báðir leikmenn verði í hópi íslenska landsliðsins á HM í sumar.

,,Mér hefur liðið vel í Molde og kunnað vel við alla hjá félaginu, þetta eru vinir mínir í dag,“
sagði Björn við heimasíðu Molde.

,,Það hefur verið gaman að æfa undir stjórn Ole Gunnar, þetta er tækifæri sem ég varð að taka til að spila í betri deild.“

Þar mun einn leikur Íslands fara fram á nýjum heimavelli félagsins en um verður að ræða síðasta leikinn í riðlinum gegn Króatíu.

Björn er 26 ára gamall framherji en hann hefur leikið með Lilleström, Wolves, Molde og FCK í atvinnumennsku. Hann lék með ÍA á Íslandi.

,,Björn er frábær drengur að vinna með, hann er góður liðsfélagi innan og utan vallar. Við þökkum honum fyrir allt hjá Molde og ég óska honum góðs gengis í Rússlandi og vonast til að sjá hann á HM með Íslandi,“ sagði Ole Gunnar Solskjær þjálfari Molde.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton