fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Spánn

Tvær íslenskar stúlkur hætt komnar á spænskri strönd – „Það voru tveir lögreglumenn sem stóðu þarna og horfðu á en gerðu ekki neitt“

Tvær íslenskar stúlkur hætt komnar á spænskri strönd – „Það voru tveir lögreglumenn sem stóðu þarna og horfðu á en gerðu ekki neitt“

Fréttir
Fyrir 2 vikum

Tvær íslenskar stúlkur á unglingsaldri voru hætt komnar á strönd nærri Alicante á Spáni á laugardag. Voru þær fastar í sogi en tveir brettamenn komu þeim til bjargar, sem og allir viðstaddir á ströndinni sem mynduðu mannlega keðju til að stöðva sogið. Stúlkurnar voru í knattspyrnuferð með íþróttaliðinu Tindastól. Þjálfarateymið og foreldrar eru í losti vegna skorti á merkingum, Lesa meira

„Villimannsleg framkoma“ Íslendinga á saltkjötshlaðborði – Sumir hlóðu kílói á diskana en aðrir fengu ekkert

„Villimannsleg framkoma“ Íslendinga á saltkjötshlaðborði – Sumir hlóðu kílói á diskana en aðrir fengu ekkert

Fréttir
14.02.2024

Saltkjöts og baunahlaðborð Íslendinga á Alicante á Spáni endaði með ósköpum í gær. Sumir gestir tróðu svo í sig saltkjöti og laumuðu með sér heim þannig að ekki var til nóg fyrir alla. Þurfti að endurgreiða um fjórðungi gesta vegna þess að saltkjötið var búið. Íslendingarnir Amanda og Gummi leigðu veitingastaðinn La Fiorentina á Alicante, Lesa meira

Gasleki ein af mögulegum dánarorsökum sambýlisfólksins á Torrevieja

Gasleki ein af mögulegum dánarorsökum sambýlisfólksins á Torrevieja

Fréttir
16.01.2024

Gasleki er ein af mögulegum dánarorsökum parsins sem fannst látið á Torrevieja í síðustu viku að sögn heimildarmanna DV. Ekki hefur tekist að fá það staðfest hjá lögreglunni eða ráðhúsinu í Torrevieja. Parið voru ekki hjón eins og DV greindi áður frá heldur sambýlisfólk sem höfðu íbúð á leigu. Maðurinn var 73 ára gamall og Lesa meira

Íslensk hjón fundust látin í íbúð í Torrevieja

Íslensk hjón fundust látin í íbúð í Torrevieja

Fréttir
15.01.2024

Íslensk hjón á áttræðis og sjötugsaldri fundust látin í síðustu viku í íbúð sinni í bænum Torrevieja á Spáni. Ræðismaður Íslands í Orhuela Costa, vestan við Torrevieja, staðfestir þetta. Að sögn ritara Ræðismanns hefur skrifstofan ekki upplýsingar um hvað kom fyrir. Aðeins að þau hefðu fundist látin í íbúð í umdæminu. Skrifstofunni barst tilkynning frá Lesa meira

Krefjast þess að lögreglan rannsaki hvarf Henry – Laminn af Íslendingi hina örlagaríku nótt

Krefjast þess að lögreglan rannsaki hvarf Henry – Laminn af Íslendingi hina örlagaríku nótt

Fréttir
03.01.2024

Vinir og fjölskylda hins horfna Henry Alejandro Jiménez Marín söfnuðust saman á nýársdag í spænsku borginni Torrevieja til að þrýsta á rannsókn málsins. Einkaspæjari fjölskyldunnar segir að íslenskur glæpamaður hafi ráðist á Henry rétt áður en hann hvarf. Fimm ár eru síðan Henry hvarf, á nýársnótt árið 2019. Hann var af kólumbískum ættum en var Lesa meira

Fyrrum leiðtogi hægri manna í Katalóníu skotinn í andlitið

Fyrrum leiðtogi hægri manna í Katalóníu skotinn í andlitið

Fréttir
09.11.2023

Fyrrverandi formaður Lýðflokksins (Sp. Partido Popular) í Katalóníuhéraði á Spáni var skotinn í andlitið fyrr í dag í Madríd, höfuðborg Spánar. Maðurinn heitir Alejo Vidal-Quadras og er 78 ára gamall. Hann var staddur í auðmannahverfinu Salamanca í Madríd þegar hann varð fyrir skotinu. Að sögn vitna var hann á leið heim úr messu. Vidal-Quadras var Lesa meira

Elenóra er fyrsta konan til að vera útnefnd erfingi spænsku krúnunnar í 190 ár

Elenóra er fyrsta konan til að vera útnefnd erfingi spænsku krúnunnar í 190 ár

Fókus
04.11.2023

Þann 31. október síðastliðinn varð Elenóra (sp. Leonor) prinsessa af Spáni 18 ára gömul. Á afmælisdaginn sinn sór hún eið að stjórnarskránni í sérstakri athöfn í spænska þinghúsinu. Með athöfninni var Elenóra formlega útnefnd sem erfingi spænsku krúnunnar. Lagalega séð getur hún því tekið við krúnunni hvenær sem er af föður sínum Filippusi (sp. Felipe) Lesa meira

Rússneskir útsendarar sagðir hafa staðið á bak við bréfsprengjur í nóvember

Rússneskir útsendarar sagðir hafa staðið á bak við bréfsprengjur í nóvember

Fréttir
23.01.2023

Það voru útsendarar rússneskra yfirvalda sem stóðu á bak við bréfsprengjur sem voru sendar á ýmis heimilisföng á Spáni í nóvember, þar á meðal til forsætisráðherra landsins. New York Times skýrir frá þessu. Sex bréfsprengjur voru sendar til heimilisfanga á Spáni í nóvember. Bréfin voru stíluð á heimili Pedro Sanchez forsætisráðherra, varnarmálaráðuneytið og úkraínska og bandaríska sendiráðið. New York Times segir að bandarískir og spænskir embættismenn telji að Lesa meira

Er þetta fjárfestingartækifæri ársins? Heilt þorp falt fyrir 39 milljónir

Er þetta fjárfestingartækifæri ársins? Heilt þorp falt fyrir 39 milljónir

Pressan
11.11.2022

Fasteignaverðið hér á landi er hátt og margir hafa engin tök á að kaupa sér fasteign. 39 milljónir duga skammt þegar kemur að kaupum á fasteign hér á landi en á Spáni er hægt að fá heilt þorp fyrir þessa upphæð. Það er þorpið Salto de Castro, sem er í norðvesturhluta landsins, sem er falt fyrir 260.000 evrur en Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af