fbpx
Sport

Besti markvörður Argentínu meiddist í dag og missir af HM

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 22. maí 2018 22:10

Sergio Romero, markvörður Manchester United, mun ekki spila með argentínska landsliðinu á HM í sumar.

Romero var valinn í 23-manna hóp Argentínu í gær en nú er greint frá því að hann muni ekki taka þátt.

Þessi 31 árs gamli markvörður meiddist á hné í dag og mun ekki geta spilað í Rússlandi.

Þeir Willy Caballero og Franco Armani voru einnig valdir sem markmenn Argentínu en nú þarf að finna markvörð númer þrjú.

Þetta eru alls ekki slæmar fréttir fyrir Ísland sem mætir einmitt Argentínu í fyrsta leik í riðlakeppninni á HM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 3 dögum

Pepsi-deild kvenna: Breiðablik Íslandsmeistari

Pepsi-deild kvenna: Breiðablik Íslandsmeistari
433Sport
Fyrir 4 dögum

Var 17 ára byrjaður að hugsa um dauðann – Hengdi sig 42 ára

Var 17 ára byrjaður að hugsa um dauðann – Hengdi sig 42 ára