fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Sport

Ísland tryggði sér sæti á EM: Langlanglangbesti leikur strákanna í langan tíma

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. júní 2017 20:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í kvöld sæti á EM, sem haldið verður í Króatíu snemma á næsta ári, með öruggum sigri á Úkraínu, 34-26. Þetta var klárlega langbesti leikur íslenska liðsins í háa herrans tíð en Geir Sveinsson hefur verið að byggja upp nýtt landslið sem hefur átt erfitt uppdráttar og lengi vel leit út fyrir að liðinu tækist ekki að tryggja sér sæti á EM-mótinu í Króatíu.

Íslenska liðið hafði frumkvæðið allan leikinn en leikurinn var þó fremur jafn framan af. En frábær kafli undir lok fyrri hálfleiks tryggði væna hálfleiksstöðu, 18:13. Ólíkt því sem við höfum oft vanist slökuðu strákarnir ekki á heldur létu kné fylgja kviði og juku forystuna í síðari hálfleik. Sigurinn var í raun aldrei í hættu, munurinn varð minnstur fjögur mörk en mestur átta mörk og sá munur skildi liðin líka að í lokin.

Svona viljum við sjá ykkur, strákar!

Margir leikmenn sem hafa átt misjöfnu gengi að fagna undanfarið stigu upp í kvöld og sýndu góðan leik. Mikil ákefð var jafnframt í leik liðsins, bæði í sókn og vörn.

Aron Rafn Eðvarðsson stóð í markinu allan leikinn og átti fínan leik, varði rúmlega 15 skot. Guðjón Valur Sigurðsson var markhæstur með 8 mörk, Ólafur Guðmundsson átti fínan leik og skoraði 5 mörk, Aron Pálmarsson átti líka hörkuleik, skoraði 5 mörk og átti margar stoðsendingar. Arnar Freyr Arnarsson, Rúnar Kárason og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoruðu allir 4 mörk hver.

Eins og áður segir: Besti leikur íslenska handboltalandsliðsins síðan Geir Sveinsson tók við liðinu. Svona viljum við sjá ykkur, strákar! Byggjum á þessu og vonandi heldur liðið áfram að sýna framfarir.

Í janúar fær þjóðin enn einu sinni að fylgjast með íslenska handboltalandsliðinu á stórmóti, þegar Ísland keppir á EM í Króatíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton