fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

10 eftirminnilegustu leikir Íslands undir stjórn Heimis og Lars

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 18. júní 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur í rúm fjögur ár unnið hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar með magnaðri frammistöðu reglulega. Ekki eru svo mörg ár síðan íslenska karlalandsliðið var lítt vinsælt og aðeins neikvæðar fréttir voru skrifaðar um liðið.

Eftir að sænski þjálfarinn, Lars Lagerbäck tók við liðinu seint árið 2011 hefur leiðin legið upp á við og úrslitin mörg verið frábær. Heimir Hallgrímsson var fyrst um sinn aðstoðarmaður hans en síðar tóku þeir saman við liðinu og í dag stýrir Heimir liðinu einn.

Merkilegasta afrek þeirra félaga var að koma íslenska karlalandsliðinu í fyrsta sinn á stórmót í fyrrasumar þegar liðið gerði frábæra hluti á Evrópumótinu í Frakklandi. Landsleikirnir undir þeirra stjórn eru margir og margir hverjir ógleymanlegir. Hér má lesa um 10 eftirminnilegustu leiki Íslands undir stjórn Lars og Heimis að mati álitsgjafa DV.

1. Ísland 2-1 England (EM 2016)Í Nice fór fram leikur sem enginn knattspyrnuáhugamaður á Íslandi mun gleyma og líklega ekki á Englandi heldur. Í 16 liða úrslitum EM á fyrsta stórmóti Íslands voru væntingarnar til íslenska liðsins ekki miklar, liðið fór pressulaust inn í leikinn og hafðu engu að tapa. Englendingar byrjuðu vel og Wayne Rooney skoraði mark úr vítaspyrnu snemma leiks. Adam var þó ekki lengi í Paradís en Ragnar Sigurðsson jafnaði skömmu síðar og þá fóru Englendingar á taugum. Íslenska liðið skoraði svo sigurmark leiksins á 18. mínútu þegar Kolbeinn Sigþórsson skoraði og tryggði Íslandi miða í 8 liða úrslitin. Magnað kvöld í Hreiðrinu í Nice þar sem mikill fjöldi Íslendinga var á svæðinu, kvöld sem aldrei gleymist.
1. Ísland 2-1 England (EM 2016)Í Nice fór fram leikur sem enginn knattspyrnuáhugamaður á Íslandi mun gleyma og líklega ekki á Englandi heldur. Í 16 liða úrslitum EM á fyrsta stórmóti Íslands voru væntingarnar til íslenska liðsins ekki miklar, liðið fór pressulaust inn í leikinn og hafðu engu að tapa. Englendingar byrjuðu vel og Wayne Rooney skoraði mark úr vítaspyrnu snemma leiks. Adam var þó ekki lengi í Paradís en Ragnar Sigurðsson jafnaði skömmu síðar og þá fóru Englendingar á taugum. Íslenska liðið skoraði svo sigurmark leiksins á 18. mínútu þegar Kolbeinn Sigþórsson skoraði og tryggði Íslandi miða í 8 liða úrslitin. Magnað kvöld í Hreiðrinu í Nice þar sem mikill fjöldi Íslendinga var á svæðinu, kvöld sem aldrei gleymist.

Mynd: EPA

2. Íslands 2-1 Austurríki (EM 2016)Liðið spilaði ekki vel í þessum leik á EM þegar allt var undir en ótrúleg samstaða og baráttuhugur hjá strákunum skilaði mögnuðum úrslitum. Leikar stóðu 1-1 og allt stefndi í að Ísland myndi spila við Króatíu aðeins nokkrum dögum síðar, ef Ísland hefði fengið á sig mark og tapað leiknum hefði liðið verið úr leik. Þess í stað skoraði Arnór Ingvi Traustason sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins, Stade de France í París fór yfir um. Eldri menn fóru að gráta úr gleði því allir vissu að sigurinn tryggði Íslandi leik á móti Englandi, draumur allra knattspyrnuáhugamanna rættist á þessum sólríka degi í París.
2. Íslands 2-1 Austurríki (EM 2016)Liðið spilaði ekki vel í þessum leik á EM þegar allt var undir en ótrúleg samstaða og baráttuhugur hjá strákunum skilaði mögnuðum úrslitum. Leikar stóðu 1-1 og allt stefndi í að Ísland myndi spila við Króatíu aðeins nokkrum dögum síðar, ef Ísland hefði fengið á sig mark og tapað leiknum hefði liðið verið úr leik. Þess í stað skoraði Arnór Ingvi Traustason sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins, Stade de France í París fór yfir um. Eldri menn fóru að gráta úr gleði því allir vissu að sigurinn tryggði Íslandi leik á móti Englandi, draumur allra knattspyrnuáhugamanna rættist á þessum sólríka degi í París.

Mynd: EPA

3. Sviss 4-4 Ísland (Undankeppni HM 2014)Það er ógleymanlegt kvöldið í Bern í Sviss þar sem allt stefndi í að Ísland yrði í raun niðurlægt en það átti eftir að breytast. Margir tala um þennan leik sem upphafið að því magnaða gengi sem hefur verið hjá íslenska landsliðinu síðustu fjögur ár. Svisslendingar komust í 4-1 snemma í fyrri hálfleik en Jóhann Berg Guðmundsson hafði komið Íslandi yfir í upphafi leiks en síðan tóku heimamenn öll völd og skoruðu fjögur. Þarna voru allir Íslendingar búnir að tapa trúnni fyrir utan 11 stríðsmenn innan vallar. Kolbeinn Sigþórsson lagaði stöðuna á 56. mínútu leiksins og síðan tók Jóhann Berg yfir sviðið. Hann minnkaði muninn í 4-3 þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Í uppbótatíma fullkomnaði svo Jóhann Berg þrennu sína í leiknum og jafnaði leikinn. Úr varð kvöld sem er í raun ógleymanlegt í huga Íslendinga.
3. Sviss 4-4 Ísland (Undankeppni HM 2014)Það er ógleymanlegt kvöldið í Bern í Sviss þar sem allt stefndi í að Ísland yrði í raun niðurlægt en það átti eftir að breytast. Margir tala um þennan leik sem upphafið að því magnaða gengi sem hefur verið hjá íslenska landsliðinu síðustu fjögur ár. Svisslendingar komust í 4-1 snemma í fyrri hálfleik en Jóhann Berg Guðmundsson hafði komið Íslandi yfir í upphafi leiks en síðan tóku heimamenn öll völd og skoruðu fjögur. Þarna voru allir Íslendingar búnir að tapa trúnni fyrir utan 11 stríðsmenn innan vallar. Kolbeinn Sigþórsson lagaði stöðuna á 56. mínútu leiksins og síðan tók Jóhann Berg yfir sviðið. Hann minnkaði muninn í 4-3 þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Í uppbótatíma fullkomnaði svo Jóhann Berg þrennu sína í leiknum og jafnaði leikinn. Úr varð kvöld sem er í raun ógleymanlegt í huga Íslendinga.
4. Ísland 1-1 Portúgal (EM 2016)Fyrsti leikur Íslands á stórmóti er leikur sem er enn í fersku minni, í iðnaðarborginni St-Etienne var fjöldi Íslendinga mættur með gleðina að vopni til að styðja íslenska landsliðið. Flestir fengu í magann þegar Nani, fyrrverandi kantmaður, kom Portúgölum yfir eftir hálftíma. Íslenska liðið gafst hins vegar aldrei upp og á 50. mínútu leiksins átti Jóhann Berg frábæra fyrirgjöf sem endaði hjá Birki Bjarnasyni sem kom boltanum í netið og skoraði þar með fyrsta mark íslenska karlalandsliðsins á stórmóti í fótbolta. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem reyndust frábær úrslit.
4. Ísland 1-1 Portúgal (EM 2016)Fyrsti leikur Íslands á stórmóti er leikur sem er enn í fersku minni, í iðnaðarborginni St-Etienne var fjöldi Íslendinga mættur með gleðina að vopni til að styðja íslenska landsliðið. Flestir fengu í magann þegar Nani, fyrrverandi kantmaður, kom Portúgölum yfir eftir hálftíma. Íslenska liðið gafst hins vegar aldrei upp og á 50. mínútu leiksins átti Jóhann Berg frábæra fyrirgjöf sem endaði hjá Birki Bjarnasyni sem kom boltanum í netið og skoraði þar með fyrsta mark íslenska karlalandsliðsins á stórmóti í fótbolta. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem reyndust frábær úrslit.

Mynd: EPA

5. Ísland 1-0 Króatía (Undankeppni HM 2018)Þessi leikur er enn í fersku minni allra en á sunnudaginn síðasta vann Ísland sigur á einu besta landsliði í heimi á Laugardalsvellinum. Íslenska liðið spilaði af aga með gríðarlegri baráttu sem skilaði ótrúlegum sigri. Allt stefndi í jafntefli eftir að Jóhann Berg Guðmundsson hafði klikkað á dauðafæri seint í leiknum en nokkrum sekúndum síðar skoraði Hörður Björgvin Magnússon með öxlinni. Markið var ótrúlegt og sigurinn kom Íslandi í frábæra stöðu til að koma sér á Heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil stemming og á Laugardalsvellinum í þessum eftirminnilega leik.
5. Ísland 1-0 Króatía (Undankeppni HM 2018)Þessi leikur er enn í fersku minni allra en á sunnudaginn síðasta vann Ísland sigur á einu besta landsliði í heimi á Laugardalsvellinum. Íslenska liðið spilaði af aga með gríðarlegri baráttu sem skilaði ótrúlegum sigri. Allt stefndi í jafntefli eftir að Jóhann Berg Guðmundsson hafði klikkað á dauðafæri seint í leiknum en nokkrum sekúndum síðar skoraði Hörður Björgvin Magnússon með öxlinni. Markið var ótrúlegt og sigurinn kom Íslandi í frábæra stöðu til að koma sér á Heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil stemming og á Laugardalsvellinum í þessum eftirminnilega leik.
6. Ísland 2-0 Holland (Undankeppni EM 2016)Það var troðfullur Laugardalsvöllur haustið 2014 þegar Hollendingar komu í heimsókn, flestir áttu von á sigri gestanna sem höfðu nokkrum mánuðum áður endað í þriðja sæti á HM í Brasilíu. Það stoppaði þó Ísland ekki í því að sýna magnaða frammistöðu í leik sem gaf fólki von um að Ísland væri mögulega að fara á sitt fyrsta stórmót í karlafótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn sem stjórnaði umferðinni í þessum leik, hann skoraði bæði mörk liðsins. Það fyrra kom úr vítaspyrnu en það síðara kom með mögnuðu skoti. Sigurinn var magnaður og frammistaða Íslands ein sú besta í sögunni.
6. Ísland 2-0 Holland (Undankeppni EM 2016)Það var troðfullur Laugardalsvöllur haustið 2014 þegar Hollendingar komu í heimsókn, flestir áttu von á sigri gestanna sem höfðu nokkrum mánuðum áður endað í þriðja sæti á HM í Brasilíu. Það stoppaði þó Ísland ekki í því að sýna magnaða frammistöðu í leik sem gaf fólki von um að Ísland væri mögulega að fara á sitt fyrsta stórmót í karlafótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn sem stjórnaði umferðinni í þessum leik, hann skoraði bæði mörk liðsins. Það fyrra kom úr vítaspyrnu en það síðara kom með mögnuðu skoti. Sigurinn var magnaður og frammistaða Íslands ein sú besta í sögunni.
7. Holland 0-1 Ísland (Undankeppni EM 2016)Það voru margir Íslendingar sem lögðu leið sína til Amsterdam til að styðja strákana okkar haustið 2015, þeir sem lögðu út fyrir ferðinni yfir til Hollands fengu allt fyrir peninginn. Heimamenn misstu mann af velli í fyrri hálfleik og í þeim síðari steig Gylfi Þór Sigurðsson upp og var hetja liðsins. Ísland fékk vítaspyrnu sem Gylfi tók og hann gerði ekki nein mistök þar, líkt og svo oft í þessari undankeppni, og tryggði Íslandi miðann á sitt fyrsta stórmót í karlaknattspyrnu.
7. Holland 0-1 Ísland (Undankeppni EM 2016)Það voru margir Íslendingar sem lögðu leið sína til Amsterdam til að styðja strákana okkar haustið 2015, þeir sem lögðu út fyrir ferðinni yfir til Hollands fengu allt fyrir peninginn. Heimamenn misstu mann af velli í fyrri hálfleik og í þeim síðari steig Gylfi Þór Sigurðsson upp og var hetja liðsins. Ísland fékk vítaspyrnu sem Gylfi tók og hann gerði ekki nein mistök þar, líkt og svo oft í þessari undankeppni, og tryggði Íslandi miðann á sitt fyrsta stórmót í karlaknattspyrnu.
8. Ísland 2-1 Tékkland (Undankeppni EM 2016)Sumarið 2015 var íslenska landsliðinu gott, mikilvægur leikur við Tékkland á heimavelli í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi. Útlitið var ekki gott þegar öflugt lið Tékklands komst yfir en baráttuhugur íslensku strákanna með fyrirliðann, Aron Einar Gunnarsson, fremstan í flokki skilaði íslenska liðinu sigri.  Aron Einar jafnaði leikinn þegar klukkutími var búinn af honum og það var svo markamaskínan Kolbeinn Sigþórsson sem fíflaði Petr Cech, markvörð Tékklands, til að skora sigurmarkið á 76. mínútu leiksins. Sigurinn varð til þess að Ísland var komið í frábæra stöðu til að koma sér til Frakklands og liðið leit aldrei til baka eftir föstudagskvöldið 12. júní árið 2015 á Laugardalsvelli.
8. Ísland 2-1 Tékkland (Undankeppni EM 2016)Sumarið 2015 var íslenska landsliðinu gott, mikilvægur leikur við Tékkland á heimavelli í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi. Útlitið var ekki gott þegar öflugt lið Tékklands komst yfir en baráttuhugur íslensku strákanna með fyrirliðann, Aron Einar Gunnarsson, fremstan í flokki skilaði íslenska liðinu sigri. Aron Einar jafnaði leikinn þegar klukkutími var búinn af honum og það var svo markamaskínan Kolbeinn Sigþórsson sem fíflaði Petr Cech, markvörð Tékklands, til að skora sigurmarkið á 76. mínútu leiksins. Sigurinn varð til þess að Ísland var komið í frábæra stöðu til að koma sér til Frakklands og liðið leit aldrei til baka eftir föstudagskvöldið 12. júní árið 2015 á Laugardalsvelli.

Mynd:

9. Ísland 3-2 Finnland (Undankeppni HM 2018)Ótrúlegir leikir eftir EM héldu áfram haustið 2016 þegar Finnland kom í heimsókn, leikur Íslands var ekki góður þetta kvöldið en sigurinn kom þótt hann hafi vissulega ekki verið sanngjarn. Kári Árnason skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik en Finnland  komst svo yfir og allt stefndi í sigur gestanna þegar í uppbótatíma var komið. Alfreð Finnbogason jafnaði leikinn fyrir Ísland á 91. mínútu hans og fimm mínútum síðar eða á 96. mínútu leiksins kom sigurmarkið frá Ragnari Sigurðssyni. Ótrúlegur sigur í leik þar sem Ísland spilaði ekki vel, flestir líta á það sem styrkleikamerki þegar sigur vinnst í leik sem er illa spilaður.
9. Ísland 3-2 Finnland (Undankeppni HM 2018)Ótrúlegir leikir eftir EM héldu áfram haustið 2016 þegar Finnland kom í heimsókn, leikur Íslands var ekki góður þetta kvöldið en sigurinn kom þótt hann hafi vissulega ekki verið sanngjarn. Kári Árnason skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik en Finnland komst svo yfir og allt stefndi í sigur gestanna þegar í uppbótatíma var komið. Alfreð Finnbogason jafnaði leikinn fyrir Ísland á 91. mínútu hans og fimm mínútum síðar eða á 96. mínútu leiksins kom sigurmarkið frá Ragnari Sigurðssyni. Ótrúlegur sigur í leik þar sem Ísland spilaði ekki vel, flestir líta á það sem styrkleikamerki þegar sigur vinnst í leik sem er illa spilaður.
10. Ísland 0-0 Kasakastan (Undankeppni EM 2016)Leikurinn sem tryggði Íslandi miða á Evrópumótið í Frakklandi var ekki merkilegur fyrir þær sakir hvernig hann var spilaður. Ljóst var eftir sigur Íslands í Hollandi nokkrum dögum áður að jafntefli myndi duga íslenska liðinu til að tryggja sig inn á Evrópumótið. Ljóst var að gríðarlegt stress var í íslensku strákunum enda liðið á barmi þess að stíga stórt skref í íþróttasögu Íslands. Jafnteflið kom í hús og fögnuðurinn á Laugardalsvelli er ógleymanlegur, stemmingin hélt svo áfram langt fram á nótt þar sem Íslendingar fjölmenntu niður í miðbæ til að fagna með strákunum okkar, partíið hélt svo áfram langt fram eftir nóttu eða þangað til að lögreglan skellti í lás á skemmtistaðnum B5 þar sem landsliðsmenn og stuðningsmenn fögnuðu saman.
10. Ísland 0-0 Kasakastan (Undankeppni EM 2016)Leikurinn sem tryggði Íslandi miða á Evrópumótið í Frakklandi var ekki merkilegur fyrir þær sakir hvernig hann var spilaður. Ljóst var eftir sigur Íslands í Hollandi nokkrum dögum áður að jafntefli myndi duga íslenska liðinu til að tryggja sig inn á Evrópumótið. Ljóst var að gríðarlegt stress var í íslensku strákunum enda liðið á barmi þess að stíga stórt skref í íþróttasögu Íslands. Jafnteflið kom í hús og fögnuðurinn á Laugardalsvelli er ógleymanlegur, stemmingin hélt svo áfram langt fram á nótt þar sem Íslendingar fjölmenntu niður í miðbæ til að fagna með strákunum okkar, partíið hélt svo áfram langt fram eftir nóttu eða þangað til að lögreglan skellti í lás á skemmtistaðnum B5 þar sem landsliðsmenn og stuðningsmenn fögnuðu saman.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Í gær

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Í gær

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun