fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

Sky Sports eys Gylfa Þór lofi: Vanmetnastur í deildinni

Tölfræðin sýnir að hann er duglegastur allra á vellinum og skorar flest mörkin

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er ausinn lofi í nýrri grein á vef Sky Sports, en í fyrirsögn er því velt upp hvort Gylfi Þór sé vanmetnasti leikmaður deildarinnar. Þrátt fyrir að nafn sóknarmanns Manchester City, Gabriel Jesus, hafi verið á allra vörum hafi litlu mátt muna að Gylfi hefði verið hetjan.

Gylfi skoraði jöfnunarmark fyrir Swansea á 81. mínútu í leik helgarinnar, en leikið var á heimavelli City. Swansea átti í vök að verjast mestallan leikinn. Allt benti til þess að Gylfi hefði tryggt Swansea dýrmætt stig í fallbaráttunni en City skoraði sigurmarkið í blálokin.

Frábær tölfræði

Blaðamaður Sky, Nick Wright, segir að árangur Gylfa í deildinni hafi farið hljótt. Bent er á að á meðan aðrir hafi baðað sig í sviðsljósinu hafi Gylfi, á erfiðum útivelli, skorað sitt þriðja mark í jafn mörgum leikjum. Hann hafi skorað átta mörk á tímabilinu auk þess að leggja upp sjö til viðbótar. „Og aðeins fjórir leikmenn í allri deildinni hafa komið að fleiri mörkum á þessu tímabili.“

Þar er um að ræða Alexis Sanches, Diego Costa, Romelu Lukaku og Zlata Ibrahimovic, en þrír þeirra eru hreinræktaðir framherjar. Wright segir að þetta sé mjög tilkomumikið afrek þegar til aðstæðna Swansea er horft. Gylfi hafi skorað og lagt upp öll þessi mörk á keppnistímabilinu undir stjórn þriggja knattspyrnustjóra – og á meðan Swansea hefur verið í fallsæti. „Hann hefur skorað tvöfalt fleiri mörk en Kevin De Bruyne og lagt upp tvöfalt fleiri en Eden Hazard.“

Gylfi Þór hefur skorað í þremur leikjum í röð.
Fagnar markinu Gylfi Þór hefur skorað í þremur leikjum í röð.

Mynd: EPA

Óárennileg vopn

Wright bendir á að erfitt sé fá athygli fyrir afrek sín þegar liðið berjist á röngum enda töflunnar. Fáir séu hins vegar jafn mikilvægir sínu liði og Gylfi Þór. „Gylfi Þór hefur skorað úrslitamörk á móti Chelsea, Everton, Liverpool og Southampton á þessu tímabili. Án þessara marka væri Swansea átta stigum frá öruggu sæti í deildinni.“

Wright segir að langskotin hans og sendingageta séu óárennileg vopn. Jöfnunarmarkið á Etihad-vellinum um helgina hafi verið níunda markið hans fyrir utan teig undanfarin þrjú keppnistímabil. Aðeins Cristian Eriksen hafi skorað fleiri slík. „Hann hefði getað jafnað Eriksen ef Willy Caballero hefði ekki farið aukaspyrnuna hans í stöngina um helgina.“

Hann segir að það sé engin furða að Paul Clement hafi líkt Gylfa við Frank Lampard en bent er á að Clement hafi þjálfað hjá stórliðunum Chelsea, PSG, Real Madrid og Bayern Munchen á ferli sínum. Clement hafi sagt að Gylfi væri nógu góður til að spila fyrir þau öll.

Sá á eftir Gylfa Þór

Rifjað er upp að þegar Mauricio Pochettino hafi tekið við Tottenham hafi Gylfi Þór rétt verið búinn að skrifa undir samning við Swansea, árið 2014. „Ég held að það sé ljóst, eftir það sem hann hefur sýnt hjá Swansea, er að hann var fullkominn leikmaður fyrir okkur,“ sagði Pochttino í desember en Gylfi Þór hafði ekki átt fast sæti í byrjunarliði Tottenham áður en hann var seldur. „Hann hefur bætt sig ár frá ári hjá Swansea. Hann skoraði níu mörk á sínu fyrsta tímabili með þeim og er langleiðina kominn að því að bæta 11 marka metið frá leiktíðinni 2015-2016. En það er margt fleiri við hans leik sem gerir hann áhugaverðan leikmann,“ skrifar Wright.

Hann segir að Gylfi Þór sé mjög fjölhæfur leikmaður og geti spilað margar stöður á vellinum. Þó hann hafi slegið í gegn sem fremsti miðjumaður geti hann vel leikið á báðum köntum, sem og í framlínunni. Þannig hafi hann skorað þrjú mörk sem framherji í uppstillingu Bob Bradley.

Wright bendir á að Gylfi sé frábær í því að pressa andstæðinginn hátt á vellinum og vinnusemi hans og úthald sé til fyrirmyndar.

Dean Saunders er mikill aðdáandi Gylfa Þórs.
Gömul hetja Dean Saunders er mikill aðdáandi Gylfa Þórs.

Flestir sprettir

Gamla brýnið Dean Saunders hefur fylgst náið með Gylfa Þór en Saunders lærði knattspyrnu hjá Swansea. „Þetta snýst ekki bara um mörkin sem hann skorar,“ sagði hann á Sky Sports í síðustu viku. „Sem þjálfari horfir maður til sprettanna sem hann leggur á sig.“ Hann sagði að James Milner hjá Manchester City hefði lengi leitt deildina þegar kemur að sprettum. „Gylfi Þór er á toppnum í allri þessari tölfræði; jafnt sprettum sem yfirferð. Hann skorar líka mörkin fyrir Swansea. Hann er ómissandi leikmaður.“

Hleypur lenegst

Wright bendir á að tölfræði deildarinnar sýni þetta glöggt. Í síðustu þremur leikjum, þar sem þeir unnu Liverpool og Southampton, auk þess að tapa naumlega fyrir City, hafi Gylfi Þór tekið fleiri hraða spretti en nokkur annar liðsfélagi hans. Gylfi tekið flesta spretti liðs síns í 13 leikjum á tímabilinu. Enginn komi nálægt honum í þeirri tölfræði. Hann sé einnig oft sá leikmaður sem hleypur lengst. „Hann hefur hlaupið meira en 12 kílómetra í þremur af síðustu fjórum leikjunum.“

Wrigt lýkur grein sinn á því að Gylfi eigi fáa sinn líka í ensku úrvalsdeildinni, hvað þá á meðal liða í neðri hluta deildarinnar. „Gylfi Þór mun kannski aldrei eiga fyrirsagnirnar eins og Gabriel Jeses, en hvað Swansea áhrærir mun framlag hans að líkindum skilja á milli feigs og ófeigs, þegar upp verður staðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“

Betri en bæði Lampard og Gerrard – ,,Númer eitt fyrir mér“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Í gær

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Í gær

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun