fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

Patriots með sögulegan sigur í Super Bowl

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 6. febrúar 2017 07:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

New England Patriots vann magnaðan sigur á Atlanta Falcons í Super Bowl í nótt, 34-28. Fátt benti til þess að New England myndi hafa betur en ótrúlegur endasprettur skóp magnaðan sigur.

Vann sinn fimmta Super Bowl í nótt.
Tom Brady Vann sinn fimmta Super Bowl í nótt.

Atlanta byrjaði mun betur og komst í 21-0 í öðrum leikhluta og 28-3 í þriðja leikhluta. Patriots-menn, með Tom Brady og Julian Edelman í broddi fylkingar, neituðu að gefast upp og jöfnuðu þegar 57 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Framlengja þurfti leikinn og er það í fyrsta sinn sem úrslitin ráðast í Super Bowl í framlengingu. Leikurinn var einnig sögulegur að því leyti að aldrei áður hefur lið unnið Super Bowl eftir að hafa lent 10 stigum eða meira undir. Patriots bætti um betur svo um munar og vann þrátt fyrir að hafa lent 25 stigum undir.

Þetta var fimmti sigur Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, í Super Bowl og situr hann nú einn að því meti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“