fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Sport

Jón Daði rifjar upp þrumuræðu Lagerback sem kom mönnum í gírinn gegn Englandi

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 17. febrúar 2017 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Wolves og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að ræða Lars Laberback fyrir leikinn gegn Englandi hafi blásið mönnum þá trú í brjóst að liðið gæti unnið. Ísland vann eins og frægt er orðið magnþrunginn sigur á Englandi í 16-liða úrslitum EM í sumar, 2-1.

„Ég man að Lagerback sagði, með fullri virðingu fyrir Englandi, að hann hefði aldrei á sínum ferli mætt jafn ofmetnu liði og því enska. Það kom okkur í gírinn, þá vissum við að við gætum unnið þá. Við vissum að pressan væri á Englendingum og svo fór sem fór,“ segir Jón Daði í viðtali við Sky Sports.

Jón Daði ræðirí viðtalinu um allt milli himins og jarðar, allt frá uppvaxtarárunum á Selfossi til spilamennskunnar með Wolves í vetur. Þá talar hann um árangur Íslands á EM í sumar og viðurkennir að hann hafi fundið til með leikmönnum enska liðsins eftir leikinn sögufræga.

„Fólk hélt því fram að þeir hefðu ekki lagt sig fram sem er kjaftæði. Þeir gerðu sitt besta. Fólk virðist gleyma því að íslenska liðið er skipað leikmönnum sem spila í mörgum af sterkustu deildum heims.“

Þá segir Jón Daði að helsta eftirsjáin frá mótinu í sumar sé leikurinn gegn Frökkum í 8-liða úrslitum. Ísland tapaði 5-2 í miklum markaleik og Jón Daði segist enn hugsa um þann leik. „Við vorum með Portúgal í riðli og þeir unnu mótið eftir að hafa lent í 3. sæti í riðlinum. Ég hef oft hugsað með mér: Af hverju fórum við ekki alla leið?“

Viðtalið við Jón Daða má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton