fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

Lið ársins í Pepsi-deild karla – Leikmaður og þjálfari ársins koma frá Val

Keppni í Pepsi deild karla lýkur um helgina – Uppgjör á sumrinu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. október 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pepsi-deild karla lýkur um helgina en keppni í deildinni hefur verið skemmtileg þótt mæting á vellina hafi ekki verið góð. Valur stóð uppi sem sigurvegari í deildinni en FH og Stjarnan tryggðu sér sæti í Evrópukeppni um síðustu helgi. Ljóst er að ÍA er fallið úr deildinni en um helgina kemur í ljós hvort Víkingur Ólafsvík eða ÍBV fari niður í 1. deild með Skagamönnum.

Keppnin í deildinni var afar skemmtileg í ár og nú er komið að því að gera upp deildina, velja bestu leikmennina og velja lið ársins. DV í samstarfi við 433.is hefur skoðað hlutina og hér má sjá stóra dóm í þessu máli.

Þjálfari ársins – Ólafur Jóhannesson (Valur)

Þjálfaraferill Ólafs hefur verið langur og farsæll en hann hófst árið árið 1982 þegar hann stýrði Einherja. Síðan þá hefur Ólafur farið víða, hann hefur í þrígang þjálfað Skallagrím og þá hefur hann í tvígang stýrt FH og Haukum. Hjá FH voru hans bestu ár en hann þjálfaði liðið frá 2003 til 2007 og vann fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins árið 2004. Ólafur tók síðan við landsliðinu árið 2007 og stýrði því þangað til undir lok árs 2011. Ólafur var svo í tvö ár hjá Haukum eftir það og tók svo við Val fyrir tímabilið 2015 og hefur unnið þrjá stóra titla á þremur árum. Fyrstu tvö árin undir stjórn Ólafs varð liðið bikarmeistari og í ár var komið að því að vinna þann stóra.

Besti leikmaðurinn og varnarmaðurinn – Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur)

Varnarmaðurinn kom heim í Pepsi-deildina í upphafi sumars og hefur gjörsamlega slegið í gegn. Hann er ein stærsta ástæða þess að Valur vann Pepsi-deildina. Eiður hefur gert alla í varnarlínu Vals betri og hefur hann hjálpað markverðinum, Antoni Ara Einarssyni, mikið. Hann stjórnar leiknum vel, er ótrúlega öflugur í loftinu og gerir sjaldan eða aldrei mistök. Tími hans í atvinnumennsku var ekki dans á rósum en hann kom ekki heim með hangandi haus, hann steig upp og gerði besta lið landsins enn betra.

Besti markvörðurinn – Anton Ari Einarsson (Valur)

Ótrúlegar framfarir á einu ári sem Anton hefur sýnt, aðeins einn leikur í sumar þar sem Anton getur hafa talist slakur. Hann hefur sýnt mikinn stöðugleika og varið frábærlega á ögurstundu fyrir Val. Anton er fæddur árið 1994 og er því mjög ungur þegar talað er um markverði. Hann hefur líkamlegan styrk og er afar öflugur í fótunum, sem hjálpar liði hans mikið. Þá hefur hann bætt sig mikið í teignum þegar fyrirgjafir og hornspyrnur koma inn. Anton ætti að geta stigið skrefið í atvinnumennsku á næstu árum.

Besti miðjumaðurinn – Haukur Páll Sigurðsson (Valur)

Haukur Páll hefur stimplað sig inn sem einn öflugasti miðjumaður deildarinnar. Hann er leiðtogi Vals og á mjög stóran þátt í því að liðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í tíu ár. Haukur gerir allt til þess að lið hans nái árangri, hann fórnar sér í alla bolta. Harka hans innan vallar vill oft skyggja á það hversu góður knattspyrnumaður hann er í raun og veru, það er því meira í leik Hauks en bara harkan sem flestir ræða um þegar leikur Hauks er ræddur.

Besti sóknarmaðurinn – Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)

Slær hann markametið í efstu deild karla? Andri Rúnar Bjarnason hefur skorað 18 mörk þegar einn leikur er eftir, Andra vantar því eitt mark til að jafna metið, sem eru 19 mörk á einu tímabili, og tvö mörk til þess að slá metið. Andri Rúnar og félagar hans í Grindavík mæta Fjölni á morgun, laugardag, í síðustu umferð deildarinnar. Saga Andra er í raun mögnuð, 27 ára gamall er hann í fyrsta sinn að setja mark sitt á efstu deild. Hann hafði áður verið öflugur í neðri deildum, en hefur verið magnaður í sumar.

Besti erlendi leikmaðurinn – Steven Lennon (FH)

Lennon hefur verið hreint magnaður í sumar og hefur stimplað sig inn sem einn allra besti leikmaður deildarinnar, þrátt fyrir að FH hafi spilað undir getu. Hann hefur bætt við fleiri mörkum við leik sinn og dregið FH að landi þegar illa hefur gengið. Líklega hæfileikaríkasti leikmaður deildarinnar og þegar hann er í gírnum eiga varnarmenn annara liða ekki séns.

Efnilegasti leikmaðurinn – Orri Sigurður Ómarsson (Valur)

Varnarmaðurinn hefur tekið framförum og það miklum á síðustu árum. Hann er klár í atvinnumennsku og ef allt er eðlilegt þá fer hann út í vetur. Orri hefur bætt sig ár frá ári og er nú að verða fullmótaður knattspyrnumaður; gríðarlega öruggur á boltann og sterkari varnarlega. Hann er orðinn líkamlega sterkari og er byrjaður að lesa leikinn betur. Hann hefur átt frábært ár og stóru verðlaunin gætu komið á næstu vikum að utan.

##Lið ársins (4-3-3)##MarkvörðurAnton Ari Einarsson (Valur)##VarnarmennJóhann Laxdal (Stjarnan)Orri Sigurður Ómarsson (Valur)Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur)Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)##MiðjumennHaukur Páll Sigurðsson (Valur)Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)##SóknarmennSteven Lennon (FH)Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
##Lið ársins (4-3-3)##MarkvörðurAnton Ari Einarsson (Valur)##VarnarmennJóhann Laxdal (Stjarnan)Orri Sigurður Ómarsson (Valur)Eiður Aron Sigurbjörnsson (Valur)Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)##MiðjumennHaukur Páll Sigurðsson (Valur)Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)##SóknarmennSteven Lennon (FH)Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)

Staðan í Pepsi-deild karla

FÉLAG   L   U   J   T   MÖRK    NET STIG

1 Valur 21 14 5 2 39 – 17 22 472 Stjarnan 21 9 8 4 45 – 25 20 353 FH 21 9 8 4 33 – 24 9 354 KR 21 8 7 6 31 – 28 3 315 KA 21 7 8 6 37 – 28 9 296 Grindavík 21 8 4 9 29 – 38 -9 287 Breiðablik 21 8 3 10 33 – 35 -2 278 Víkingur R. 21 7 6 8 29 – 32 -3 279 Fjölnir 21 6 7 8 31 – 38 -7 2510 ÍBV 21 6 4 11 29 – 38 -9 2211 Víkingur Ó. 21 6 3 12 24 – 44 -20 2112 ÍA 21 3 7 11 28 – 41 -13 16

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði