fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

Sóknin brást á ögurstundu

Geir gagnrýndur fyrir að taka ekki leikhlé – Búist við 28 þúsund áhorfendum á laugardag

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. janúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er drullusvekktur út í sjálfan mig að hafa klúðrað þessu skoti í restina,“ sagði Rúnar Kárason, eftir leik Íslands og Makedóníu á HM í handbolta í gær. Liðin skildu jöfn eftir æsispennandi leik. Taugaspenna virtist fara með lykilmenn í sókninni á lokamínútum leiksins. Liðið tapaði niður unnum leik og mætir fyrir vikið heimamönnum í Frakklandi í 16 liða úrslitum. Sigur hefði þýtt að Ísland hefði mætt Noregi í 16 liða úrslitum.

Ísland tapaði lokakaflanum í leiknum 8-3. Liðið leiddi með fimm mörkum þegar 17 mínútur voru eftir. Makedónar virtust vera að brotna en þeir spiluðu erfiðan leik við Spánverja kvöldið áður. Íslendingar hvíldu hins vegar þann dag.

Sóknarleikurinn varð hægur

Á lokakaflanum var það sóknarleikur liðsins – sem var mjög góður lengst af í leiknum – sem brást og á ögurstundu. Ekki stóð steinn yfir steini í sókninni. Leikmenn virtust hætta að þora að taka af skarið og spilið varð hægt og fyrirsjáanlegt. Reynsluboltinn Arnór Atlason gerðist sekur um nokkur afdrifarík mistök í sókninni og Kári Kristján Kristjánsson línumaður greip ekki sendingar. Fleiri gerðu sig seka um vondar ákvarðanir í síðustu sóknunum.

Enn og aftur mætir Ísland Frakklandi á stórmóti í handbolta. Nikola Karabatic er lykilmaður í franska liðinu og hefur stundum reynst okkur erfiður ljár í þúfu.
Þessi mætir Íslandi Enn og aftur mætir Ísland Frakklandi á stórmóti í handbolta. Nikola Karabatic er lykilmaður í franska liðinu og hefur stundum reynst okkur erfiður ljár í þúfu.

Mynd: EPA

Bjarki Sigurðsson og Logi Geirsson voru harðorðir í garð Geirs Sveinssonar í EM-stofunni í leikslok. „Þetta er hans lélegasta stjórnun á liðinu í þessari keppni að mínu mati,“ sagði Logi og vildi að Geir hefði tekið leikhlé í síðustu sókninni og skipulagt atlöguna að úrslitaskotinu. Úr varð að Rúnar Kárason tók ótímabært skot í lokasókninni, þegar 17 sekúndur lifðu leiks. Markvörðurinn varði og til mikillar lukku ákváðu Makedónar að reyna ekki að skora. Þeir voru komnir áfram og létu leiktímann renna út. Sigurmark af þeirra hálfu hefði þýtt að Ísland hefði ekki komist í 16 liða úrslit. Makedónar mæta Norðmönnum í 16 liða úrslitum en Íslendingar spila í staðinn við liðið sem þykir sigurstranglegast á mótinu.

Slæmir lokakaflar

„Okkur vantaði bara meiri áræðni síðustu 10 mínúturnar,“ sagði Geir Sveinsson landsliðsþjálfari eftir leik. Hann benti hins vegar á að liðið væri komið í 16 liða úrslit. „Við erum komnir áfram og það er auðvitað frábært.“ Hann sagði að liðið hefði spilað vel í 50 mínútur en Ísland átti bæði slæma lokakafla gegn Túnis og gegn Slóveníu fyrr í mótinu. Þá var lokakaflinn líka erfiður í fyrsta leik gegn Spáni. Það má því segja að Íslendingar hafi farið illa að ráði sínu undir lokin í öllum leikjum riðilsins nema einum.

„Maður er með vont bragð í munninum og það er erfitt að kyngja þessu,“ sagði fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson. Leikurinn hafi verið erfiður en stundum færi þetta bara svona. „Það var aulalegt af okkur að klúðra þessu,“ tók Bjarki Már Elísson, sem átti frábæra innkomu í síðari hálfleik.

28 þúsund áhorfendur

Frakkar ætla að slá áhorfendamet í 16 liða úrslitum en leikurinn fer fram á knattspyrnuleikvanginum Stade Pierre Mauroy í Lille á laugardag klukkan 17.00. Völlurinn tekur 28 þúsund manns í sæti svo búast má við að mikið verði um dýrðir. Guðjón Valur, sem hefur nokkrum sinnum á ferlinum verið í liði Íslands sem lagt hefur Frakkland á stórmóti, er ekki af baki dottinn, þótt Frakkar þyki með besta lið í heimi. „Mótið er langt því frá búið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði