fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

Ísland vann Kína fyrir framan 60 þúsund manns

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, að mestu skipað leikmönnum sem leika á Íslandi og í Skandinavíu, vann 2-0 sigur á Kína á fjögurra liða móti í Kína í dag. Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrra mark Íslands, þegar hann hirti frákastið eftir gott skot Björns Daníels Sverrissonar. Markið kom um miðjan síðari hálfleik, á 65. mínútu.

Síðara mark Íslands skoraði Fjölnismaðurinn Aron Sigurðarson, leikmaður Molde í Noregi, eftir hraða sókn Íslands. Markið skoraði hann á 89. mínútu. Kínverjum, sem voru sprækir í fyrri hálfleik og sköpuðu sér þá nokkur góð færi, tókst ekki að svara svo 2-0 urðu lokatölur.

Ísland mætir í úrslitaleik þessa æfingamóts sigurvegurum í leik Chile og Króatíu en þau eigast við á morgun.

Hér má sjá samantekt úr leiknum:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“