fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

Stóri Sam rýfur þögnina: „Þetta var kjánalegt“ – Fær 150 milljónir frá sambandinu

Hættur með enska landsliðið eftir uppljóstrun Telegraph – Entist aðeins 67 daga í starfi

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. september 2016 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var kjánalegt af mér,“ sagði Sam Allardyce, fyrrverandi knattspyrnustjóri enska fótboltalandsliðsins, við blaðamenn fyrir utan heimili sitt í Bolton í gærkvöldi. Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi verið viðburðaríkur fyrir Sam sem missti starf sitt eftir uppljóstrun breska blaðsins Daily Telegraph.

Myndbandið sem breytti öllu

Sam Allardyce var ráðinn þjálfari enska landsliðsins eftir Evrópumótið í sumar. Á þeim 67 dögum sem Sam entist í starfi stýrði hann enska liðinu í einum leik, sigurleik gegn Slóvökum í undankeppni HM fyrr í mánuðinum.

Sam náðist á myndband samþykkja að taka við 400 þúsund pundum, tæpum 60 milljónum króna á núverandi gengi, frá viðskiptajöfrum frá Austurlöndum. Upphæðina þáði Sam fyrir að aðstoða viðkomandi við að komast fram hjá reglum enska knattspyrnusambandið um félagaskipti leikmanna í gegnum þriðja aðila, en slíkt er með öllu ólöglegt í Englandi. Það sem Sam vissi ekki var að viðskiptajöfrarnir voru í raun blaðamenn á vegum Telegraph.

Sam lét ekki þar við setja því hann gagnrýndi einnig enska knattspyrnusambandið og forvera sinn í starfi, Roy Hodgson, sem hætti með enska liðið eftir tapið gegn Íslandi í 16-liða úrslitum EM í sumar.

Sagður fá 150 milljónir króna

Mail Online greinir frá því að Sam muni fá eina milljón punda, um 150 milljónir króna, í starfslokagreiðslur frá enska knattspyrnusambandinu. Hann er nú á leið til Benidorm á Spáni þar sem hann á sumarhús. Í samtali við blaðamenn við heimili sitt sagðist Sam ætla að „slaka á“ og bætti við að hann væri langt því frá hættur afskiptum af fótbolta.

Hann viðurkenndi að hafa sýnt dómgreindarleysi þegar hann þáði umrædda greiðslu. Þá sagðist hann taka afleiðingunum af æðruleysi en sagðist varla geta lýst vonbrigðum sínum með það að hafa nú misst draumastarfið.

Sam sagðist ekki hafa hitt umrædda viðskiptajöfra vegna þeirra peninga sem voru í spilinu. Hann sagðist hafa ætlað sér að aðstoða vin sinn, umboðsmanninn Scott McGarvey, sem hann hefur þekkt í 30 ár.

Ekki liggur fyrir hver tekur við starfinu af Sam, en Englendingar eiga leik gegn Möltu í undankeppni HM þann 8. október næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði