fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

10 geggjuðustu mörk Zlatans

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. júní 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic staðfesti í dag að hann muni leika með Manchester United á næsta tímabili. Þessi 34 ára Svíi hefur átt glæsilegan feril en talið er að hann muni skrifa undir eins árs samning við United.

Zlatan hefur verið í hópi bestu sóknarmanna heims undanfarin ár og hefur hann skorað mörg glæsileg mörk á frábærum ferli sínum. Hér að neðan má sjá tíu stórbrotin mörk frá Zlatan.


10.) Við byrjum á frábæru marki Zlatans sem hann skoraði gegn Anderlecht í Meistaradeildinni í október 2013. Þá lék Svíinn með PSG í Frakklandi og lauk umræddum leik með 5-0 sigri Parísarliðsins. Á myndbandinu sést Cheikhou Koyaté, núverandi leikmaður West Ham, skalla boltann beint fyrir fætur Zlatans sem skorar með föstu viðstöðulausu skoti.


9.) Hraði, kraftur og knattleikni. Zlatan býr yfir þessu öllu eins og sést í þessu myndbandi frá því í nóvember 2005. Þá lék Zlatan með Juventus en umrætt mark skoraði hann gegn Roma.


8.) Þetta mark er líklega eitt það frægasta sem Zlatan hefur skorað. Á EM 2004 skoraði hann með glæsilegri hælspyrnu gegn Ítölum. Svíar voru marki undir þegar fimm mínútur voru til leiksloka en Zlatan jafnaði metin með þessu glæsilega marki.


7.) Mark sem Zlatan skoraði gegn Benfica í ágúst 2005 sýnir, rétt eins og markið hans gegn Roma, hverslags krafti Zlatan býr yfir. Ekki nóg með að vera fljótur og sterkur geta fáir leikmenn skotið boltanum jafn fast og Svíinn.


6.) Zlatan hefur skorað nokkuð mörg glæsileg mörk fyrir landsliðið. Þau verða þó ekki fleiri þar sem Zlatan tilkynnti eftir Evrópumótið að hann væri hættur að leika fyrir landsliðið. Eitt af þessum glæsimörkum skoraði Zlatan á EM 2008 þegar Svíar mættu Grikkjum.


5.) Zlatan virðist elska að skora með hælnum. Enn eitt glæsilega hælspyrnumarkið kom í leik gegn Bologna árið 2008 þegar Zlatan lék með Inter. Hann fékk fyrirgjöf frá vinstri kanti og setti boltann laglega í netið – með hælnum auðvitað.


4.) Zlatan getur sparkað í boltann eins og hann hefur margoft sýnt. Hann skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í leik Inter og Fiorentina í mars 2009.


3.) Hér kemur enn eitt glæsimarkið sem Zlatan skoraði fyrir sænska landsliðið. Þetta var í leik gegn Frökkum á EM 2012 og eins og sést á myndbandinu hér að neðan klippti hann boltann glæsilega í netið.


2.) Það var snemma ljóst að Zlatan myndi ná langt sem knattspyrnumaður. Árið 2004, þegar Zlatan var enn tiltölulega ungur, spilaði hann með Ajax og vakti hann mikla athygli fyrir flott tilþrif. Svíinn sýndi ótrúleg tilþrif í leik Ajax og NAC Breda þegar hann fíflaði hvern varnarmanninn á fætur öðrum. Allt í allt fór hann framhjá fimm leikmönnum, nánast eins og að drekka vatn áður en hann renndi boltanum í netið.


1.) Fallegasta mark Zlatans – af mörgum ótrúlegum – kom líklega í leik Svíþjóðar og Englands í nóvember 2012. Zlatan fór algjörlega á kostum í leiknum og skoraði 4 mörk, öll glæsileg, í 4-2 sigri Svía. Eitt skaraði þó fram úr og var það valið mark ársins 2012 hjá FIFA og skyldi engan undra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni