fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Sport

Sonurinn heldur með Íslandi en pabbinn með Englandi

Farooq hefur búið á Íslandi í 18 ár en fæddist á Englandi – Sonurinn, Omar, fæddist aftur á móti á Íslandi

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 27. júní 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærleikssamband föður og sonar sem báðir eiga sterka tengingu við Ísland verður sett á ís um tíma í kvöld þegar Ísland og England mætast í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta.

Horfa á leikinn á Arnarhóli

Farooq Ahmed er 45 ára en hann er fæddur í borginni Bradford á Englandi. Hann er búsettur á Íslandi og hefur því sterk tengsl við land og þjóð. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hann muni styðja heimaland sitt, England, í stórleiknum gegn Íslandi í kvöld.
Sonur hans, sem heitir Omar og er 17 ára, er aftur á móti fæddur á Íslandi og hann ætlar að styðja íslenska liðið í kvöld.

Þeir feðgar ætla að horfa á leikinn saman í kvöld á risaskjánum sem búið er að koma upp við Arnarhól í miðborg Reykjavíkur. Þrátt fyrir að feðgarnir styðji sitthvort landsliðið eru þeir harðir stuðningsmenn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Vardy og Kane með mörkin

Þeir Omar og Farooq ræða þetta meðal annars við staðarmiðilinn Telegraph & Argus í Bradford. Þar kemur fram að Farooq hafi flutt til Íslands fyrir átján árum og starfar hann á hóteli í Reykjavík. Hann segist hlakka mikið til leiksins í kvöld og segist sannfærður um að sínir menn, Englendingar, beri sigur úr bítum gegn íslenska liðinu.

„Ég hlakka mikið til leiksins. Ég held að England vinni 2-1 með mörkum frá Jamie Vardy og Harry Kane,“ segir Farooq sem bætir við að hans tilfinning sé sú að íslenskur almenningur sé nokkuð sáttur við árangur Íslands á Evrópumótinu og fáir muni taka það inn á sig ef Ísland tapar fyrir Englandi.

Verður ekki auðvelt

„Íslenska liðið hefur nokkra hættulega leikmenn. Gylfi Sigurðsson, sem spilar með Swansea, er mjög góður leikmaður. Þegar ég horfi í kvöld verð ég líklega einn fárra sem mun klæðast treyju enska liðsins. Íslenska liðið hefur heillað mig í keppninni hingað til og þetta verður ekki auðveldur leikur,“ bætir hann við.

„Ég á von á því að þetta verði jafn leikur en England muni hafa betur að lokum. En í fótbolt, geta óvæntir hlutir gerst, eins og Leicester sýndi í ensku úrvalsdeildinni í vetur,“ segir Farooq sem fæddist sem fyrr segir í Bradford. Foreldrar hans búa þar enn sem og systkini og aðrir ættingjar og því styður hann sitt lið.

En Omar, sem er fæddur á Íslandi, er ekki í nokkrum vafa um hvort liðið hann ætlar að styðja. Hann á von á því að Ísland vinni óvæntan og frækinn sigur. „Þetta verður stór leikur, bæði fyrir Ísland og England. Ég hlakka mikið til og það verður spennandi að sjá hvernig leikurinn fer. En ég held að Ísland vinni 2-1.“

Það er þá bara að krossleggja fingur og vona að Omar hafi rétt fyrir sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton