fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

Mistök lögreglu orsök Hillsborough-slyssins

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. apríl 2016 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstaða réttarrannsóknar, sem staðið hefur yfir undanfarin tvö ár, hefur leitt í ljós að lögregla bar sökina á dauða þeirra 96 sem létust á Hillsborough árið 1989.

Ættingjar fórnarlambanna, sem voru stuðningsmenn Liverpool, grétu af gleði þegar niðurstaðan lá fyrir í morgun. Orsök slyssins og hver bar ábyrgðina hefur löngum verið þrætuepli á Bretlandseyjum. Sumir, meðal annars fulltrúar lögreglu hafa gengið svo langt að segja að ólæti stuðningsmannanna sjálfra hafi orsakað slysið. Nú liggur niðurstaða réttarrannsóknar hins vegar fyrir – og hún er skýr: Mistök lögreglu leiddu til slyssins.

Slysið varð sem fyrr segir á Hillsborough-vellinum á meðan undanúrslitaleikur Liverpool og Nottingham Forest stóð yfir þann 15. apríl 1989. 96 létust í slysinu og 766 slösuðust. Mistök voru gerð þegar áhorfendum var hleypt inn á Leppings Lane-áhorfendasvæðin sem voru yfirfull. Niðurstaða réttarrannsóknarinnar leiddi meðal annars í ljós að mistök hjá yfirmönnum lögreglu, sem fyrirskipuðu að hlið á vellinum skildu opnuð, hafi valdið slysinu og þá hafi öryggismálum verið ábótavant á Hillsborough-vellinum. Lögregla hafi sýnt að sér vanrækslu og ekki hefði verið hægt að kenna stuðningsmönnum um hvernig fór.

Nefnd sem framkvæmdi réttarrannsóknina hlustaði á vitnisburð hátt í þúsund áhorfenda sem voru á vellinum þegar slysið varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum