fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

Verður Óli Stef með Valsmönnum í kvöld?

Orðrómur um endurkomu – Fyrirlestri sem hann átti að halda í Bolungarvík frestað

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. apríl 2016 17:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðrómur er á kreiki þess efnis að Ólafur Stefánsson, besti handboltamaður Íslandssögunnar, dragi fram skóna og verði með Valsmönnum í oddaleik liðsins gegn Fram í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta.

Það sem rennir stoðum undir þennan orðróm eru til dæmis ummæli Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals, á mbl.is í dag þess efnis að Ólafur sé löglegur með liðinu. Hann vildi þó ekki svara, af eða á, hvort Ólafur yrði með liðinu í kvöld.

„Ólaf­ur er lög­leg­ur með okk­ur og lék meira að segja einn leik með okk­ur fyr­ir ára­mót­in,“ sagði Óskar, en meiðsli herja á leikmannahóp Vals fyrir leikinn gegn Fram. Þannig meiddist Ómar Ingi Magnússon í síðasta leik liðanna og verður hann ekki meira með á tímabilinu.

Annað sem þykir renna stoðum undir það að Ólafur verði til taks í kvöld er sú staðreynd að fyrirlestri sem Ólafur átti að halda í Bolungarvík í kvöld var frestað. Fyrirlesturinn átti að fara fram í Félagsheimilinu Bolungarvík, en samkvæmt frétt BB.is hefur honum verið frestað.

Ef svo fer að Ólafur rífi fram skóna á nýjan leik er ljóst að um mikinn hvalreka er að ræða fyrir Valsmenn sem lentu í 2. sæti deildarkeppninnar í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland