fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

Miðvörðurinn markheppni

Sergio Ramos skorað 63 mörk í 492 leikjum – Leiknum ekki lokið fyrr en Ramos skorar í uppbótartíma

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 18. desember 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarmaðurinn Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, stefnir hraðbyri að sínu besta markaskorunartímabili á ferlinum, en spænski landsliðsmaðurinn er þegar kominn með 4 mörk í 9 leikjum í La Liga. Besti árangur hans er fimm deildarmörk tímabilin 2006/07 og 2007/08 sem nokkuð ljóst er að hann muni slá ef fram heldur sem horfir.

Þessi markheppni miðvörður hefur allan sinn feril verið iðinn við kolann í markaskorun og þá ekki síst þegar mest liggur við. Hann á kannski metið í fjölda rauðra spjalda á Spáni, en þegar kemur að því að þurfa mark á lokamínútum leikja eru fáir sem betra er að hafa í markteig andstæðinganna en Sergio Ramos. Hugrekki hans, styrkur og kjarkur gerir það að verkum að hann er alltaf líklegur til að ná til boltans með höfðinu og næla í mörk sem ráðið geta úrslitum.

Ótrúleg tölfræði

Ramos, sem stendur á þrítugu, státar af þeirri ótrúlegu tölfræði að vera búinn að skora 63 mörk í 492 leikjum í öllum keppnum fyrir Real Madrid frá því að hann gekk til liðs við félagið árið 2005 frá Sevilla. Þar að auki hefur hann lagt upp 35 mörk fyrir samherja sína og því komið beint og óbeint að 98 mörkum Real á ferlinum. Ekki dónalegt hjá miðverði/bakverði í liði sem alla tíð hefur haft á að skipa heimsklassa framherjum sem séð hafa um að raða inn mörkum. Þá eru ótalin mörkin 10 sem hann hefur skorað í 140 landsleikjum fyrir Spán.

Rauð spjöld og flautumörk

Á meðan tíð rauð spjöld eru eitthvað sem háð hefur Ramos á ferlinum, hann hefur 21 sinni fengið reisupasann, þá hefur hann alltaf bætt það upp með mörkum sínum. Og síðastliðin misseri ekki síst með mikilvægum mörkum á lokamínútum leikja. Þar af tvö í síðastliðnum tveimur deildarleikjum Real, bæði í uppbótartíma.

Hér eru fjögur valin flautumörk miðvarðarins markheppna síðustu árin.


Real var að leika sinn fyrsta úrslitaleik frá 2002 og var undir 1-0 gegn erkifjendunum í Atletico Madrid. Í uppbótartíma reis Ramos manna hæst í teignum og hamraði boltann í netið með höfðinu. Real gekk síðan frá Atletico í framlengingu, lokatölur 4-1 og tíundi Evróputitill liðsins í höfn.
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2014 Real var að leika sinn fyrsta úrslitaleik frá 2002 og var undir 1-0 gegn erkifjendunum í Atletico Madrid. Í uppbótartíma reis Ramos manna hæst í teignum og hamraði boltann í netið með höfðinu. Real gekk síðan frá Atletico í framlengingu, lokatölur 4-1 og tíundi Evróputitill liðsins í höfn.

Mynd: EPA

Í ágúst 2014 mættust meistarar meistaranna í Evrópu, Real Madrid og Sevilla, í Ofurbikar Uefa. Ramos hafði gefið klaufalega vítaspyrnu í seinni hálfleik og Sevilla komst yfir 2-1 í kjölfarið. En Ramos sýndi karakter sinn og styrk og jafnaði á 3. mínútu uppbótartíma og tryggði Real framlengingu á ný. Dani Carvajal skoraði sigurmark Real í framlengingu á 119. mínútu.
Úrslitaleikur Uefa Super Cup 2014 Í ágúst 2014 mættust meistarar meistaranna í Evrópu, Real Madrid og Sevilla, í Ofurbikar Uefa. Ramos hafði gefið klaufalega vítaspyrnu í seinni hálfleik og Sevilla komst yfir 2-1 í kjölfarið. En Ramos sýndi karakter sinn og styrk og jafnaði á 3. mínútu uppbótartíma og tryggði Real framlengingu á ný. Dani Carvajal skoraði sigurmark Real í framlengingu á 119. mínútu.

Mynd: EPA

Ramos fagnar hér marki sínu í uppbótartíma gegn Barcelona 3. desember síðastliðinn. Markið tryggði Real 1-1 jafntefli gegn erkióvinunum.
Mikilvægt mark í El Clásico Ramos fagnar hér marki sínu í uppbótartíma gegn Barcelona 3. desember síðastliðinn. Markið tryggði Real 1-1 jafntefli gegn erkióvinunum.

Mynd: EPA

Annan deildarleikinn í röð var Ramos mættur í teig andstæðinganna í uppbótartíma, nú gegn Deportivo La Coruna þann 10. desember síðastliðinn. Markið tryggði Real 3-2 sigur í leiknum og 6 stiga forystu á toppi La Liga.
Tvö í röð Annan deildarleikinn í röð var Ramos mættur í teig andstæðinganna í uppbótartíma, nú gegn Deportivo La Coruna þann 10. desember síðastliðinn. Markið tryggði Real 3-2 sigur í leiknum og 6 stiga forystu á toppi La Liga.

Mynd: EPA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“