fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

Lykilmenn í óvissu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. janúar 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hápressa Hjörvars Hafliða:

Íslenska landsliðið leikur gegn Bandaríkjamönnum ytra í vináttuleik á sunnudag. Hörð barátta er um sæti í landsliðshópnum sem fer til Frakklands í júní. Staða leikmanna er mismunandi. Lykilmenn eins og Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Sigurðsson hafa leikið vel með félagsliðum sínum að undanförnu á meðan aðrir eru í erfiðari stöðu.


Mynd: EPA

Hannes Þór Halldórsson

Staða: Meiddur
Hannes gekk til liðs við NEC í Hollandi í fyrrasumar og hóf leiktíðina þar með látum. Hann meiddist alvarlega á öxl í október og hefur ekkert leikið síðan. NEC hefur fengið til liðs við sig nýjan markvörð, Brad Jones, fyrrverandi markvörð Middlesbro og Liverpool. Ljóst er að það verður við ramman reip að draga fyrir Hannes að fá aftur treyju númer eitt hjá NEC. Ástralinn hefur farið hamförum í markinu að undanförnu og haldið hreinu í síðustu þremur leikjum. Óháð því hvort Hannes komist aftur í markið í Hollandi er engin spurning að landsliðið er allt annað með Hannes en án hans.


Mynd: Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen

Staða: Án félags
Eiður, sem er orðinn 37 ára, lék síðast í Kína en er nú án félags. Eiður er ekki bundinn félagaskiptaglugganum sem víða lokar núna 1. febrúar því hann er samningslaus og því ekki um bein félagaskipti um að ræða. En hann þolir líklega ekki lengri bið eftir liði og vonandi finnur hann lið sem fyrst. Gaman væri að sjá ef eitthvert lið hér heima getur boðið honum samning og við fengið að njóta hans hér heima.


Mynd: Reuters

Alfreð Finnbogason

Staða: Í leit að liði
Alfreð, sem var frábær í síðustu tveimur alvöru vináttulandsleikjum Íslands, gegn Slóvakíu og Póllandi, er að leita sér að nýju liði. Alfreð fékk fá tækifæri með Olympiakos í Grikklandi fyrir áramót og janúarmánuður hefur farið í leit að nýju liði. Líklegt er að Alfreð endi í MLS, þýsku Bundesligunni eða Serie A á Ítalíu.


Mynd: Mynd Tomasz Kolodziejski

Rúrik Gíslason

Staða: Meiddur
Rúrik Gíslason byrjaði leiktíðina ágætlega með Nürnberg í þýsku B-deildinni. En í október þurfti hann að leggjast undir hnífinn vegna meiðsla á hásin. Síðan þá hefur Nürnberg verið eitt heitasta liðið í deildinni og m.a. unnið fimm deildarleiki í röð. Það er ljóst að þegar Rúrik kemur til baka verður hægara sagt en gert að komast í liðið hjá Nürnberg. Hans bíður mikil barátta um að komast í 23 manna hópinn á EM.


Mynd: EPA

Jón Daði Böðvarsson

Staða: Óvissa
Selfyssingurinn tók mikla áhættu hálfu ári fyrir EM með því að skipta frá Viking í Noregi til Kaiserslautern í þýsku B-deildinni. Hans bíður mikil samkeppni í Þýskalandi og komst til dæmis ekki í leikmannahóp liðsins í síðasta leik. Gangi honum erfiðlega að komast í liðið í Þýskalandi opnar hann sæti í liðinu í framlínunni ásamt Kolbeini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði