fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

Dagur í úrslit: Þýskaland sigraði Noreg – einn besti þjálfari heims

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 29. janúar 2016 19:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðverjar sigruðu Norðmenn í framlengingu á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Póllandi. Leikurinn var æsispennandi og endaði 33-34. Þjóðverjar skoruðu sigurmarkið þegar nokkrar sekúndur voru eftir. Líkt og alþjóð á nú að vita, þjálfar Dagur Sigurðsson þýska liðið.

Þýskir fjölmiðlar eru gríðarlega ánægðir með Dag og sögðu þýskir fjölmiðlar fyrir leikinn:

„Þetta er klárlega lið sem endurspeglar karakter þjálfarans en hver hefði trúað því að svona margir Germanir gætu breyst í kalda og taugasterka Íslendinga.“

Árangurinn hefur vakið mikla hrifningu í Þýskalandi og er ótrúlegur í ljósi þess að um hálfgert varalið Þýskalands er að ræða, en fjölmargir sterkir leikmenn eru frá vegna meiðsla.

Leikurinn var í járnum lengst af en Þjóðverjar höfðu að lokum sigur. Dagur hefur nú sannað sig sem einn besti þjálfari heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta