fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Sport

Stríð við Norðmenn í dag

Íslendingar hefja leik á EM – Innkoma Óla Stef hefur breytt miklu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. janúar 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er mjög bjartsýnn fyrir þetta mót. Ég hef satt að segja ekki verið svona bjartsýnn frá Ólympíuleikunum 2012, þegar ég hélt við myndum komast á pall aftur,“ segir Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik.
Ísland hefur leik á EM í Póllandi í dag. Andstæðingarnir eru Norðmenn, sem lengi hafa staðið í skugganum. Logi segir í samtali við DV að hann eigi von á hörkuleik í dag, föstudag. Kynslóðaskipti hafa orðið í norska landsliðinu og Logi segir að Norðmenn muni veita okkur harða keppni. Hann á þó von á tveggja til fjögurra marka sigri Íslands.

Rúnar Kárason er X-factorinn í íslenska liðinu, að mati Loga Geirssonar.
Sleggjan Rúnar Kárason er X-factorinn í íslenska liðinu, að mati Loga Geirssonar.

Mynd: EPA

„Okkur var skítsama“

Logi er í nánu sambandi við nokkra leikmenn íslenska liðsins. Hann segist skynja tiltrú leikmanna á liðinu, eftir lægð undanfarinna missera. „Mér hefur fundist vanta íslensku geðveikina – þetta viðhorf að við séum að fara að vinna hvern einasta leik,“ segir Logi og vísar til Ólympíuleikana 2008 og Evrópumótsins 2010, þegar Ísland vann til verðlauna. „Okkur var skítsama þegar við gengum út á völlinn – við vissum að við myndum vinna hvern sem er.“

Innkoma Ólafs verðmæt

Logi segir að innkoma Ólafs Stefánssonar hafi verið liðinu ákaflega mikilvæg. Það heyri hann á þeim leikmönnum sem hann talar við. Þó að Ólafur hafi ekki náð árangri með kornungt lið Vals í Olísdeildinni, þá sé hann afburðamaður. Enginn skilji leikinn betur. Mikil verðmæti séu fólgin í því að hafa aðgang að reynslubanka Ólafs Stefánssonar. „Ég held að hann sé að koma með frábæra strauma inn í þetta og er að gera ofboðslega góða hluti.“

Enginn dauðariðill

Ísland er í riðli með Noregi, Króatíu og Hvíta-Rússlandi. Logi bendir á að engu þessara liða sé spáð verðlaunasæti. Króötum sé spáð 5.–6. sæti en bæði Noregi og Hvíta-Rússlandi sé spáð sæti neðar en íslenska landsliðinu. Riðillinn ætti því ekki að vera óyfirstíganleg hindrun, en þrjú lið af fjórum komast áfram í milliriðil. Þar muni íslenska landsliðið, komist það áfram, mæta þremur liðum úr riðli Frakka, Pólverja, Makedóníumanna og Serba.


Þessir gætu komið á óvart

DV fékk Loga, sem verður í EM-stofunni á RÚV, til að veita upplýsingar um þá leikmenn íslenska liðsins sem hafa gegnt minni hlutverkum á undanförnum árum. Allir þekkja Aron, Guðjón Val og Snorra Stein en í dag leitar DV svara við því hvað þeir leikmenn sem hafa spilað 100 landsleiki eða færri, geti fært liðinu á EM.


Guðmundur Hólmar Helgason
Aldur: 23 ára
Staða: Varnarmaður/leikstjórn
Félagslið: Valur, Ísland
Landsleikir/mörk: 7/4

„Gríðarlega heilsteyptur leikmaður. Guðmundur er bæði góður sóknarmaður og í miðju varnarinnar. Hann hefur enga reynslu af stórmóti og það er erfitt. Þeir eru ekki margir sem koma inn með látum á fyrsta stórmóti. Hlutverk hans verður ekki stórt en hann er góð uppfylling því Guðmundur hefur staðið sig vel með landsliðinu. Hann er algjör vinnuþjarkur.“


Mynd: EPA

Bjarki Már Gunnarsson
Aldur: 27 ára
Staða: Varnarmaður/lína
Félagslið: Aue, Þýskaland
Landsleikir/mörk: 41/10

„Ég horfði á leik frá því á Ólympíuleikunum 2008 fyrir nokkrum dögum. Það verður að segjast að í dag er ekki sama fótavinnan í íslenska landsliðinu. Bjarki hefur í þrjú eða fjögur ár átt að vera arftaki Sverre í vörninni og nú er komið að því. Á EM þurfa menn að vera í standi og ég hef áhyggjur af því. Hann má ekki klikka. Það mun mikið mæða á Bjarka á mótinu. Hann er hjartað í vörninni eins og sakir standa. Það væri skelfilegt að missa hann út.“


Mynd: EPA

Stefán Rafn Sigurmannsson
Aldur: 25 ára
Staða: Vinstra horn
Félagslið: Rhein-Neckar Löwen, Þýskaland
Landsleikir/mörk: 49/58

„Reynslan sýnir okkur að þegar Guðjón Valur spilar þá komast aðrir varla að. Stefán Rafn er fáránlega góður íþróttamaður; getur spilað góða vörn og hefur frábæra skottækni. Hann er ekkert síðri en Guðjón Valur, og Bjarki Már [Elísson], sem er ekki í hópnum, er ekki verri en Stebbi. Allir þessir þrír leika með bestu liðum í heimi. Ég myndi láta Stebba spila til jafns á móti Guðjóni Val en ég er ekki viss um að sú verði raunin, haldist Guðjón Valur heill.“


Mynd: EPA

Arnór Þór Gunnarsson
Aldur: 28 ára
Staða: Hægra horn
Félagslið: Bergischer, Þýskaland
Landsleikir/mörk: 54/115
„Hann hefur þann styrkleika að vera afar heilsteyptur leikmaður. Hann er góður í vörn en það fer ekki sérstaklega mikið fyrir honum á velli. Hann skorar ekki alltaf mikið. Arnór er örugg vítaskytta og gegnir flottur hlutverki í liðinu. Hann og Björgvin ná vel saman enda spila þeir saman í Bergischer. Arnór verður að eiga gott mót en hornaspilið undanfarið hjá landsliðinu hefur verið mjög lélegt. Ég vona að hann nái sér á strik.“


Mynd: EPA

Aron Rafn Eðvarðsson
Aldur: 25 ára
Staða: Markvörður
Félagslið: Aalborg, Danmörk
Landsleikir/mörk: 58/4

„Það er ekkert víst að Aron Rafn verði varamaður fyrir Björgvin á mótinu. Aron þjálfari lætur þá spila sem eru að finna sig. Bjöggi hefur fengið meiri tíma hingað til, en það gæti breyst. Aron Rafn er hávaxinn markvörður sem les leikinn vel. En hann er brothættur eins og aldur hans segir til um. Markverðir toppa yfirleitt upp úr þrítugu. Hann er á mikilli uppleið og hefur tekið miklum framförum. Hann gæti stolið senunni á EM.“


Rúnar Kárason er X-factorinn í íslenska liðinu, að mati Loga Geirssonar.
Sleggjan Rúnar Kárason er X-factorinn í íslenska liðinu, að mati Loga Geirssonar.

Mynd: EPA

Rúnar Kárason
Aldur: 27 ára
Staða: Hægri skytta
Félagslið: TSV Hannover/Burgdorf, Þýskaland
Landsleikir/mörk: 62/129

„Rúnar er að blása miklu lífi í þetta lið. Hann er að mínu mati aðal X-factorinn í þessu liði því hann getur sett fimm eða sex mörk af tíu metra færi á engum tíma. Með 60–70% skotnýtingu má hann puðra af og til út í loftið mín vegna. Hans Akkilesarhæll er varnarleikurinn. Hann tekur rangar ákvarðanir í vörn og þarf að ná meiri ró í leik sínum þar. Ef hann bætir sig sem varnarmaður þá getur hann orðið fyrsti maður í skyttustöðuna. Vörnin er það eina sem hamlar honum og stórir veikleikar eru ekki í boði á Evrópumóti.“


Mynd: EPA

Ólafur Andrés Guðmundsson
Aldur: 25 ára
Staða: Vinstri skytta
Félagslið: Kristianstad, Svíþjóð
Landsleikir/mörk: 65/63

„Ólafur hefur í einhver sex ár verið að berjast um að komast inn í þetta lið. Hann er svakalega góður varnarmaður – líklega einn af þremur bestu varnarmönnum liðsins. Með miklu sjálfstrausti er þetta strákur sem getur gert ótrúlega hluti með góðu liði. Hann er mjög mikilvægur, þó að Aron sé aðalmaðurinn í þessari stöðu. Þeir eru ekki margir í liðinu sem geta skotið fyrir utan og það gæti reynst afar mikilvægt þegar liðin pakka í vörn. Við þurfum leikmann eins og Óla í þetta lið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu