fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Pamela Vitale vegin

Var myrt af 16 ára dreng – Sennilega tilviljun ein

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 14. janúar 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður er nefndur Daniel Horowitz og er bandarískur lögfræðingur og var um tíma ágætlega þekktur sjónvarpsráðgjafi í Bandaríkjunum. Árið 2005 varð hann á nánast allra vörum vestan Atlantsála er hann sá um vörn Scotts Peterson, áburðarsölumanns sem hafði myrt barnshafandi eiginkonu sína. Scott var síðar sakfelldur fyrir vikið. Horowitz var einkum þekktur fyrir að taka að sér vörn í áberandi málum og haft var á orði að meðal skjólstæðinga hans hefði verið misjafn sauður í mörgu fé. Á það verður ekki lagt mat enda allt önnur saga.

„H“ skorið í bakið

Þungamiðja málsins sem fjallað verður um hér hverfist um eiginkonu Horowitz og Scott nokkurn Dyleski. Þannig var mál með vexti að þann 15. október, 2005, gekk Horowitz fram á líkið af eiginkonu sinni, Pamelu Vitale, í anddyri hreyfanlegs heimilis þeirra, en draumaaðsetur hjónanna var þegar þar var komið sögu í smíðum fyrir utan San Francisco.

Aðkoman hefur ekki verið geðsleg því morðingi Pamelu hafði skorið „H“ í bakið á henni og rist upp kvið hennar.

Ungur morðingi

Í fyrstu taldi lögregla nokkuð augljóst að morðið tengdist með einum eða öðrum hætti skipulagðri glæpastarfsemi, og kannski ekki undarlegt í ljósi starfa Horowitz.

Ekki leið á löngu þar til þeirri kenningu var kastað fyrir róða, enda mun vænlegri möguleiki til staðar. Þar var um að ræða 16 ára gutta, fyrrnefndan Scott Dyleski, og í ljós koma að hann hafði stigið á öxl Pamelu og skilið þar eftir skófar. Einnig fannst lífsýni úr Pamelu á ýmsum fatnaði Scotts og lífsýni úr honum við líkið af henni.

Áhugi á dauða og ofbeldi

Við réttarhöldin, síðar meir, gekk sækjandi út frá því að Scott hefði ruglast á Pamelu og einhverjum öðrum nágranna; rannsókn leiddi í ljós að hann hafði stolið kreditkortaupplýsingum til að kaupa á netinu ljós til marijúanaræktunar.

Scott var sagður hafa breyst mikið eftir að systir hans lét lífið í bílslysi. Að sögn þeirra sem til þekktu breyttist Scott úr dæmigerðum dreng og fékk óeðlilega mikinn áhuga á dauða og ofbeldi.

Gátlisti Scotts

Frekar óhugnanlegur gátlisti fannst í fórum Scotts og engum vafa undirorpið að hann hafði skrifað hann: „Rota/ræna, spyrja spurninga, halda í prísund meðan kannað er hvort PIN-númer sé rétt, skítaverk, losna við sönnunargögn (skera í stykki og grafa).“

Þegar upp var staðið slapp Scott við dauðadóm, enda 16 ára þegar hann framdi morðið. Hann fékk hins vegar lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“