1977 – Íslenskur hryðjuverkamaður

Hringt var í ritstjórn Dagblaðsins þriðjudaginn 11. janúar og taugaveiklunarleg rödd sagði: „Það verður sprengt hjá Rússunum.“ Síðan var lagt á og blaðamenn tóku hótunina ekki alvarlega. Daginn eftir, klukkan ellefu, fannst sprengjubúnaður fyrir utan sovéska sendiráðið á horni Túngötu og Hólavallagötu. Lögreglan hikaði ekki og kippti leiðslum úr sambandi og lokaði allri umferð í götunni. Þá voru sprengjusérfræðingar kvaddir á staðinn og sprengjan gerð óvirk. Sprengjan virtist vera gerð úr túpum bundnum inn í plast. Utan á plastinu hengu stórar rafhlöður og voru þær tengdar inn í túpurnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.