Mannskaðaafmæli í Metz

Keiber var boðið í afmæli – Það fékk blóðugan endi

Taldi sig eiga margt óuppgert við barnsmóður sína.
Christian Keiber Taldi sig eiga margt óuppgert við barnsmóður sína.

Frakkinn Jacky Neisse ákvað að halda afmælisveislu aldarinnar til að fagna þeim 58 árum sem hann hafði lifað. Hann bauð 12 vinum sínum í fögnuðinn sem skyldi haldinn á heimili hans, í Metz í norðausturhluta Frakklands, 1. júlí árið 2012.

Í boði var tveggja sólarhringa drykkja undir hávaðarokktónlist og ekki yrði hlustað á kvartanir nágranna. Að sögn höfðu nágrannar Neisse fyrir löngu hætt að kvarta yfir honum, vissu sem var að ekki yrði við hann nokkru tauti komið.

Drykkja og draumar

Neisse var eins konar „gervikúreki“; rómur hans bar merki mikilla reykinga og andlitið markað af áfengisdrykkju, hann bar skammbyssu í hulstri um mjöðm sér og sást nánast aldrei án þess að með honum væru bolabítur og Caty, kona sem var nógu ung til að vera dóttir hans.

Á heimili Neisse hélt einnig til vinur hans, Philippe Rousseau, 48 ára en leit út fyrir að nálgast grafarbakkann. Rousseau, sem var á bótum, hafði gert heyrinkunnugt að brátt myndi hann erfa mikinn auð. Sátu félagarnir löngum við drykkju og ræddu hvað þeir myndu gera þegar arfurinn væri kominn í hús; að sjálfsögðu myndu þeir kaupa bar.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.