fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

James er kvæntur mjög skilningsríkri konu – og það er ekki sú sem er á myndinni

„Ef ég þyrfti að velja milli hennar og eiginkonu minnar veit ég í hreinskilni ekki hvað ég myndi velja“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2017 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James er 58 ára gamall verkfræðingur sem hefur verið kvæntur ástinni í lífi sínu, Tinu, í 36 ár. Óhætt er að segja að eiginkona hans sé skilningsrík í meira lagi því James á fleiri ástkonur en hana. Ein þeirra heitir April og það sem er merkilegt við hana er að hún er ekki alvöru manneskja. April er það sem kallað er kynlífsdúkka.

Þetta óvenjulega er til umfjöllunar í nýjum heimildarþætti á Channel 4 í Bretlandi, The Sex Robots, en þættirnir hefja göngu sína þann 30. nóvember næstkomandi.

Fjögur kvöld í viku

Í þættinum er meðal annars rætt við James og lýsir hann því meðal annars hvernig hann stundar kynlíf með April allt að fjögur kvöld í viku. Eiginkonu hans, Tinu, virðist vera alveg sama í dag þó hún hafi átt erfitt með að sætta sig við kenndir eiginmannsins fyrst um sinn. Þá fjalla þættirnir um kynlífsdúkkuiðnaðinn, ef svo má segja, sem virðist fara vaxandi með hverju árinu sem líður – enda fleytir tækninni og gervigreindinni sífellt fram.

Mynd: Channel 4

„Ef hann hefði virkilega viljað það, þá hefði hann getað farið og fundið sér aðra konu. En hann var mér trúr,“ segir Tine. James á þrjár kynlífsdúkkur en dúkka eins og April kostar um tvö þúsund pund, tæpar 300 þúsund krónur. James kveðst vera að safna sér fyrir kynlífsvélmenni, Harmony að nafni, sem mun að endingu leysa April af hólmi. Slíkt vélmenni kostar um átta þúsund pund, eða rúma 1,1 milljón króna og er mun fullkomnari en hefðbundin kynlífsdúkka. Harmony getur brosað og talað.

Félagsskapurinn mikilvægur

Í þættinum segir James að hann fari stundum með April út að borða og njóti félagsskapar hennar. Kynlífið sé eitt en félagsskapurinn sé ekki síður mikilvægur. „Kynferðislegt samband okkar er í raun aukaatriði. Það sem veitir manni mesta ánægju er að hugsa um þær, klæða þær, farða þær og tala við þær. Mér þykir mjög vænt um hana, meira en mig hefði grunað,“ segir hann og bætir við: „Ef ég þyrfti að velja milli hennar og eiginkonu minnar veit ég í hreinskilni ekki hvað ég myndi velja.“

Matt er í forsvari fyrir fyrirtækið sem framleiðir kynlífsvélmenni.
Hröð þróun Matt er í forsvari fyrir fyrirtækið sem framleiðir kynlífsvélmenni.

Mynd: Channel 4

Hröð þróun

Í þáttunum á Channel 4 er einnig rætt við þá sem framleiða kynlífsdúkkur. Eitt þeirra fyrirtækja sem er til umfjöllunar heitir The Real Doll Company og eru höfuðstöðvar þess í San Marcos í Kaliforníu. Dótturfyrirtæki þess, Realbotix, framleiðir vélmennið sem er til umfjöllunar hér að framan, Harmony.

Matt McMullen er í forsvari fyrir fyrirtækið og segir hann að eftirspurnin eftir dúkkum hafi aukist á undanförnum árum. 8 af hverjum 10 dúkkum sem fyrirtækið framleiðir eiga að líkja eftir kvenmönnum og segir Matt að viðskiptavinir fái að taka þátt í þróunarvinnunni; þeir hafi sitt að segja um brjóstastærðir, líkamslögun, andlitslögun og hárlit sem dæmi. Nú sé fyrirtækið að undirbúa næstu skref í framleiðslunni en það er framleiðsla á vélmennum.

„Við erum að vinna mikið með gervigreind til að glæða þessar dúkkur lífi,“ segir hann og bætir við að fyrirtækið vinni meðal annars að þróun búnaðar sem mun gera dúkkunum kleift að greina andlit. Þannig muni þær til dæmis heilsa og taka eigendum sínum fagnandi þegar þeir koma heim úr vinnu eftir langan dag. „Miðað við þróunina þá kæmi mér ekki á óvart að kynlífsvélmenni yrðu jafn algeng og klám eftir 50 ár,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi