fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Eiginkona Ólympíuverðlaunahafa dæmd í 50 ára fangelsi

David Laut var skotinn til bana á heimili sínu í ágúst 2009

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. ágúst 2016 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt Jane Laut, 59 ára konu, í 50 ára fangelsi fyrir morð á eiginmanni sínum, kúluvarparanum David Laut. Laut þessi vann til bronsverðlauna í kúluvarpi á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984.

Laut var skotinn til bana á heimili sínu þann 27. ágúst 2009. Jane sagði við lögreglu að hún hefði skotið eiginmann sinn í sjálfsvörn, en að sögn hennar hafði hann beitt hana ofbeldi um margra ára skeið.

Í ársbyrjun 2015 komust saksóknarar og verjendur Jane að samkomulagi þess efnis að hún fengi sex ára fangelsisdóm ef hún játaði sök í málinu. Því tilboði hafnaði hún hins vegar og fór því málið sína leið í réttarkerfinu. Hún var sakfelld í lok mars og í dag var refsing í málinu kveðin upp.

Jane hlaut tvo 25 ára fangelsisdóma sem hún þarf að afplána hvor í sínu lagi. Annan dóminn hlaut hún fyrir morðið en hinn fyrir að hafa beitt skotvopni við morðið.

Þau Jane og David voru gift í 29 ár. Við réttarhöldin kom fram að David hafði ítrekað beitt hana ofbeldi. Hann hefði bæði beitt hana barsmíðum og nauðgað henni. Kvöldið örlagaríka er hann sagður hafa ráðist á Jane og ógnað henni og tíu ára syni þeirra með skammbyssu. Til átaka hafi komið milli hennar og Davids sem endaði með því að hún náði byssunni og skaut eiginmann sinn til bana.

Saksóknarar bentu hins vegar á að David hafði verið skotið sex sinnum og byssuna, sem notuð var við morðið, hefði þurft að hlaða eftir hvert skot. Það benti til einbeitts brotavilja og að ekki hafi verið um hreina og klára sjálfsvörn að ræða. Verjendur Jane segja að dómnum verði áfrýjað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“