fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Gerði meintan nauðgara höfðinu styttri

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 3. júlí 2016 17:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður í Minnesota í Bandaríkjunum, Joseph Thoresen, og ónefnd kærasta hans hafa verið ákærð fyrir hrottalegt morð. Þau eru grunuð um að hafa orðið tvítugum manni að bana, en kærasta Thoresen hafði sakað manninn um að hafa nauðgað sér.

Maðurinn sem var myrtur heitir David Haiman og í frétt NBC News kemur fram að allt hafi ætlað um koll að keyra þegar David heimsótti Joseph og kærustu hans. Öll eru þau sögð hafa þekkst en þegar David kom að heimili mannsins réðst konan, sem sakaði hann um nauðgun, á hann og nefbraut hann.

Haiman er sagður hafa viðurkennt að hafa nauðgað konunni og féllst hann á að hann ætti skilið refsingu. Fór svo að Joseph og kærasta hans bundu hann og börðu illa. Í kjölfarið eru þremenningarnir sagðir hafa farið út af heimilinu, stigið upp í bíl og ekið af stað meðan þau reyktu marijúana og neyttu metamfetamíns.

Meðan á ökuferðinni stóð er David sagður hafa móðgað parið og fór svo að Joseph stöðvaði bifreiðina og sagði að hún væri biluð. Hann bað David um að líta undir húddið og þegar hann gerði það sló Joseph hann í hnakkann og stakk hann margsinnis. Í kjölfarið notaði hann sveðju til að gera hann höfðinu styttri. Líkið skyldi hann eftir í skóglendi skammt frá.

David hefur nú verið ákærður fyrir morðið og á hann yfir höfði sér 40 ára fangelsi. Kærasta hans hefur einnig verið ákærð fyrir að hafa verið með í ráðum. Hún á einnig yfir höfði sér þungan fangelsisdóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“