fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Dæmdur í sex mánaða fangelsi eftir að þessi mynd birtist

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 26. desember 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Mulholland, tuttugu og fimm ára þakviðgerðamaður, hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi eftir að mynd af heimskupörum hans birtist opinberlega.

Á myndinni, sem sést hér að ofan, stendur David ofan á stálgrind húss í miðborg Manchester. Ljóst má vera að illa hefði farið hefði David misst jafnvægið og hlaut hann einmitt dóminn fyrir að brjóta gegn ákvæðum laga um öryggi á vinnustöðum.

Það voru starfsmenn í húsi í næsta nágrenni sem tóku myndina þann 21. janúar síðastliðinn og sendu hana til Vinnueftirlitsins í Manchester. Þegar forsvarsmenn þess mættu á vettvang viðurkenndi David að hafa gengið ofan í grindinni án þess að nota til þess þar til gerðan öryggisbúnað.

Fyrir dómi sagðist David ekki hafa gert sér grein fyrir hættunni fyrr en hann sá myndina. Sagði hann að vinna við að klára húsið, sem í dag er hótel, hafi verið þremur vikum á eftir áætlun. Hann hafi því brugðið á það ráð að leita allra leiða til að ljúka vinnunni sem fyrst.

Dómari mat þær útskýringar ekki beinlínis til refsilækkunar og fór svo að hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi. Dómurinn er þó skilorðsbundinn til átján mánaða og svo lengi David heldur sig á mottunni getur hann um frjálst höfuð strokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina