fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Skaut Arnaldi og Yrsu ref fyrir rass

Yeomni Park á mestu seldu bók ársins í verslunum Pennans-Eymundsson

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mest selda bókin á Íslandi árið 2017 samkvæmt metsölulista Pennans-Eymundsson var flóttasaga hinnar 24 ára Norðurkóreukonu Yeomni Park, Með lífið að veði. Listinn tekur saman fjölda seldra eintaka í öllum verslunum Pennans-Eymundson, stærstu bókabúðar landsins, á árinu.

Listinn kemur nokkuð á óvart því undanfarin ár hafa það verið bækur þeirra Arnaldar Indriðasonar og Yrsu Sigurðardóttur sem hafa yfirleitt selst í bílförmum fyrir jólin og skipað sér í efstu sæti bóksölulistans. Nú eru þau hins vegar í öðru og fjórða sæti, en á milli þeirra situr Jón Kalman með bók sína Saga Ástu.

Með lífið að veði kom upphaflega út árið 2015 og hefur síðan þá verið þýdd á fjölda tungumála. Bókin lýsir lífinu í Norðurkóreu, flótta frá landinu, hlutskipti norðurkóreskra flóttamanna í Kína, svo loks flótta til Suðurkóreu og aðlögun að lífinu í lýðræðisríki.

Bókin sló rækilega í gegn þegar hún kom út á fyrri hluta ársins á vegum Almenna bókafélagsins og vinsælarnir minnkuðu ekki þegar höfundurinn sjálfur kom til landsins og hélt fyrirlestur fyrir pakkfullum sal í Háskóla Íslands, þar sem þáverandi forsætisráðherra landsins Bjarni Benediktsson kynnti höfundinn á svið.

Gagnrýnandi DV var þó ekki jafn hrifinn og lesendur og skrifaði í dómi sínum um bókina: „Textinn er tilþrifalítill, blátt áfram og þurr. Sagt er frá skelfilegum mannraunum á tilfinningasnauðan og jafnvel flatneskjulegan hátt. Efni sem kallar á lifandi stíl og áhrifaríkar orðmyndir er afgreitt með þurri frásögn. Mjög skortir á lifandi sviðsetningar af atvikum sem lesendur geta gleymt sér í.“

Hér fyrir neðan má sjá metsölulista Pennans-Eymundson árið 2017.


Allar bækur

  1. Með lífið að veði – Yeonmi Park
  2. Myrkrið veit – Arnaldur Indriðason
  3. Saga Ástu – Jón Kalman Stefánsson
  4. Gatið – Yrsa Sigurðardóttir
  5. Löggan – Jo Nesbø
  6. Nornin – Camilla Läckberg
  7. Sakramentið – Ólafur Jóhann Ólafsson
  8. Independent People – Halldór Laxness
  9. Mistur – Ragnar Jónasson
  10. Iceland in a Bag – Ýmsir höfundar

Íslenskar bækur

  1. Með lífið að veði – Yeonmi Park
  2. Myrkrið veit – Arnaldur Indriðason
  3. Saga Ástu – Jón Kalman Stefánsson
  4. Gatið – Yrsa Sigurðardóttir
  5. Löggan – Jo Nesbø
  6. Nornin – Camilla Läckberg
  7. Sakramentið – Ólafur Jóhann Ólafsson
  8. Mistur – Ragnar Jónasson
  9. Þitt eigið ævintýri – Ævar Þór Benediktsson
  10. Amma best – Gunnar Helgason

Barnabækur

  1. Þitt eigið ævintýri – Ævar Þór Benediktsson
  2. Amma best – Gunnar Helgason
  3. Gagn og gaman – Helgi Elíasson/Ísak Jónsson
  4. Fuglar – Hjörleifur Hjartarson/Rán Flygenring
  5. Gestir utan úr geimnum – Ævar Þór Benediktsson
  6. Sönglögin okkar – Ýmsir höfundar
  7. Verstu börn í heimi – David Walliams
  8. Vögguvísurnar okkar – Ýmsir höfundar
  9. Flóttinn hans afa – David Walliams
  10. Litli prinsinn – Antoine de Saint-Exupéry

Ungmennabækur

  1. Er ekki allt í lagi með þig? – Elísa Jóhannsdóttir
  2. Vertu ósýnilegur – Kristín Helga Gunnarsdóttir
  3. Galdra Dísa – Gunnar Theodór Eggertsson
  4. Hvísl hrafnanna – Malene Sølvsten
  5. Allt eða ekkert – Nicola Yoon
  6. Sölvasaga unglings – Arnar Már Arngrímsson
  7. Endalokin Gjörningaveður – Birgitta Elín Hassell/Marta Hlín Magnadóttir
  8. Vetrarfrí – Hildur Knútsdóttir
  9. Doddi Ekkert rugl – Þórdís Gísladóttir/Hildur Knútsdóttir
  10. Leitin að Alösku – John Green

Handbækur, fræðibækur, ævisögur

  1. Með lífið að veði – Yeonmi Park
  2. Syndafallið – Mikael Torfason
  3. Heima – Sólrún Diego
  4. Stofuhiti – Bergur Ebbi Benediktsson
  5. Útkall Reiðarslag í Eyjum – Óttar Sveinsson
  6. Þúsund kossar – Jón Gnarr
  7. Konan í dalnum og dæturnar sjö – Guðmundur G. Hagalín
  8. Átta vikna blóðsykurkúrinn – Michael Mosley
  9. Pottur, panna og Nanna – Nanna Rögnvaldardóttir
  10. Sterkari í seinni hálfleik – Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Ljóðabækur

  1. Gamanvísnabókin – Ýmsir höfundar
  2. Dvalið við dauðalindir – Valdimar Tómasson
  3. Ljóð muna rödd – Sigurður Pálsson
  4. Heilaskurðaðgerðin – Dagur Hjartarson
  5. Kóngulær í sýningarglugganum – Kristín Ómarsdóttir
  6. Íslensk öndvegisljóð – Páll Valsson tók saman
  7. Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna – Silja Aðalsteinsdóttir valdi
  8. Bónus ljóð – Andri Snær Magnason
  9. Hreistur – Bubbi Morthens
  10. Án tillits – Eydís Blöndal

Landkynningabækur

  1. Independent People – Halldór Laxness
  2. Iceland in a bag – Ýmsir höfundar
  3. Sagas Of The Icelanders – Ýmsir höfundar
  4. Iceland Small World – Sigurgeir Sigurjónsson
  5. This is Iceland – Ýmsir höfundar
  6. Njals saga
  7. Iceland – Sigurgeir Sigurjónsson
  8. Planet Iceland – Sigurgeir Sigurjónsson
  9. Jólasveinarnir 13 – Brian Pilkington
  10. Unique Island – Kristján Ingi Einarsson

Erlendar kiljur

  1. Norse Mythology – Neil Gaiman
  2. Girl on the Train – Paula Hawkins
  3. Night School – Lee Child
  4. Thirst – Jo Nesbo
  5. Ready Player One – Cline Ernest
  6. American Gods – Neil Gaiman
  7. Handmaid’s Tale – Margaret Atwood
  8. Whistler – John Grisham
  9. Harry Potter and the Cursed Child – J. K. Rowling
  10. Origin – Dan Brown

Íslenskar kiljur

  1. Löggan – Jo Nesbø
  2. Nornin – Camilla Läckberg
  3. Litla bakaríið við Strandgötu – Jenny Colgan
  4. Afætur – Jussi Adler-Olsen
  5. Stúlkan sem gat ekki fyrirgefið – David Lagercrantz
  6. Sagan af barninu sem hvarf – Elena Ferrante
  7. Í skugga valdsins – Viveca Sten
  8. Eftirlýstur – Lee Child
  9. Eftir að þú fórst – Jojo Moyes
  10. Litla bókabúðin í hálöndunum – Jenny Colgan

Innbundin skáldverk og hljóðbækur

  1. Myrkrið veit – Arnaldur Indriðason
  2. Saga Ástu – Jón Kalman Stefánsson
  3. Gatið – Yrsa Sigurðardóttir
  4. Sakramentið – Ólafur Jóhann Ólafsson
  5. Mistur – Ragnar Jónasson
  6. Blóðug jörð – Vilborg Davíðsdóttir
  7. Elín, ýmislegt – Kristín Eiríksdóttir
  8. Skuggarnir – Stefán Máni
  9. Sögur frá Rússlandi – Ýmsir höfundar
  10. Aflausn – Yrsa Sigurðardóttir

Árétting: Upphaflegu fyrirsögninni hefur verið breytt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“