Menning

Björn Leó nýtt leikskáld Borgarleikhússins 

Vinnur að nýju leikriti sem verður sett upp á næsta leikári

Kristján Guðjónsson skrifar
Föstudaginn 29. september 2017 08:20

Björn Leó Brynjarsson hefur verið valinn leikskáld Borgarleikhússins fyrir leikárið 2017 til 2018, en það er leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur undir forystu Vigdísar Finnbogadóttur sem velur leikskáldið hverju sinni. Björn Leó verður hluti af starfsmannahópi leikhússins og mun á tímabilinu vinna að nýju leikriti sem verður sett upp í Borgarleikhúsinu á næsta leikári. Meðal fyrri leikskálda Borgarleikhússins hafa verið Tyrfingur Tyrfingsson, Auður Jónsdóttir og Jón Gnarr.

Björn Leó Brynjarsson er fæddur árið 1985 og lauk B.A. prófi í Fræðum og framkvæmd úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2011. Hann hefur m.a. starfað sem texta- og hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Pipar, skrifað pistla fyrir Víðsjá og verið stuðningsfulltrúi á bráðageðdeild 32C, Landspítala. Brynjar Léo var meðlimur í stjórn Stúdentaleikhússins, stofnmeðlimur „action-leikhús-hópsins“ Cobra Kai, þá hefur hann skrifað og leikstýrt m.a. verkinu Tranturinn og hnefinn auk þess að vera meðhöfundur og aðstoðarleikstjóri verksins Petra í uppsetningu Dansaðu fyrir mig sem sýnt var á Lókal 2014 og leiklistarhátíðinni í Tampere 2015. Hann skrifaði og leikstýrði verkinu Frami árið 2015 sem sýnt var í Tjarnarbíó en um þá sýningu skrifaði leikhúsgagnrýnandi DV meðal annars: „þegar best lét var leiktextinn algjörlega til fyrirmyndar. Þar var að finna töluverða dýpt og mikla nákvæmni og var beinlínis unun á að hlusta.“

Í viðtali við DV í október 2015sagði Björn Leó svo sjálfur að honum þætti íslenskt leikhúsfólk mega taka meiri áhættur. „Það er lítill púki sem segir mér að við þyrftum aðeins að rífa meira í hárið á hvert öðru, slást aðeins. Eftir næstu frumsýningu vil ég fá allavega eina kæru senda heim í ábyrgðarpósti. Væri það ekki flott? Það myndi kannski draga nýjan hóp áhorfenda í leikhúsið,“ sagði hann meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Menning
Fyrir 4 dögum síðan
Björn Leó nýtt leikskáld Borgarleikhússins 

Rocky Horror Show: Frelsun eða fordjörfun?

Menning
Fyrir 6 dögum síðan
Rocky Horror Show: Frelsun eða fordjörfun?

The Grizzled: Friðarboðskapur fórnarlambs Charlie Hebdo-árásarinnar

FréttirMenning
Fyrir einni viku síðan
The Grizzled: Friðarboðskapur fórnarlambs Charlie Hebdo-árásarinnar

Partý í Hörpu: Sextugir undirheimastrákar á Sónar Reykjavík

Menning
Fyrir einni viku síðan
Partý í Hörpu: Sextugir undirheimastrákar á Sónar Reykjavík

Hljóðrænn hernaður Kode9

Menning
Fyrir 9 dögum síðan
Hljóðrænn hernaður Kode9

Daníel og Nýdönsk hlutu flest tónlistarverðlaun

Menning
Fyrir 9 dögum síðan
Daníel og Nýdönsk hlutu flest tónlistarverðlaun

Á vígvelli hljóðanna

Menning
Fyrir 12 dögum síðan
Á vígvelli hljóðanna

Fólkið í blokkinni

Menning
Fyrir 14 dögum síðan
Fólkið í blokkinni

Orðrómur í Víetnam ógnar nashyrningum: „Oft lifandi þegar hornið er hoggið af“

Mest lesið

Ekki missa af