fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Átakalítið átakaár

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnskar bókmenntir hafa notið vaxandi vinsælda hérlendis. Finnar eiga jú sorglegustu, en um leið áhugaverðustu sögu Norðurlanda á 20. öld, með blóðugu borgarastríði og síðan stórorrustum í seinni heimsstyrjöld. Hið síðarnefnda hefur oft orðið þeim yrkisefni, en hið fyrrnefnda hefur löngum verið hálfgert tabú, en hefur æ oftar verið að rata inn í bókmenntirnar á undanförnum árum.

Kjell Westö vann bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir þetta verk og velur að láta söguna gerast árið 1938. Enn er ár þar til vetrarstríðið hefst en 20 eru liðin frá borgarastríðinu. Bæði koma þó við sögu. Karlaklúbbur nokkur hittist einu sinni í mánuði og ræðir heimsmálin og það að stríð sé í nánd. Einkaritari eins þeirra var fangi í búðum hvítliða 20 árum fyrr þar sem hún mátti þola mikið harðræði og var ítrekað nauðgað.

Sögusviðið er því áhugavert, en því miður mistekst að skapa persónur sem því hæfa. Aðalpersónan Thune er nýfráskilinn og er í einhvers konar miðaldrakrísu, kunnuglegt minni úr norrænum nútímabókmenntum og er ekki miklu bætt við hér. Einkaritarinn Matilda er mun áhugaverðari, enda á hún dramatíska sögu að baki. Fókusinn hefði mátt vera alfarið á hana, en eins og er hefur harmleik borgarastríðsins verið betur lýst annars staðar.

Fyrir áhugamenn um Finnland er gaman að fá lýsingar frá Helsinki tímabilinu, en dugar ekki til. Sagan er allt of átakalítil þegar upp er staðið. Þar að auki er bókin illa prófarkalesin, svo finna má villur á víða. Og það er undarleg árátta að skrifa „afprýðissamur“ endurtekið með p-i.

Leiðrétting: Í upphaflegu greininni var rangt farið með nafn þýðanda bókarinnar, en hann heitir Sigurður Helgason. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
EyjanFastir pennar
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?