fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024

Skreið nakinn undir ræðu ráðherra

Curver Thoroddsen sýndi gjörninginn Nektarskrið á 17. júní í Marseille

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 21. júní 2016 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umtalaðasta listaverk síðustu viku var vafalaust gjörningurinn Nektarskrið, eða Naked Crawl, sem Curver Thoroddsen sýndi á opnun menningarhátíðar Íslendinga, Air d‘Islande, í Marseille á 17. júní.
Curver skreið nakinn um gólf kokteilboðsins í Théâtre de la Criée í rúmlega klukkutíma, en þar voru meðal annars mennta- og menningarmálaráðherra, formaður KSÍ og fjallkonan, sem flutti ljóð eftir Jónas Hallgrímsson á nokkrum tungumálum.

Gjörningur Curvers hefur fengið blendnar viðtökur, aðdáendur hafa endurgert gjörninginn og birt myndir á netinu en aðrir hafa bölsótast yfir honum í athugasemdakerfum vefmiðla.

Fyrir mitt leyti fjallar hann um okkur mannskepnurnar, barning okkar í gegnum lífið og þær hindranir sem okkur mæta.

Barningur og hindranir

Curver segir í samtali við DV að nektarskriðið sé sparigjörningur sem hann flytji ekki nema við sérstök tækifæri, enda taki hann mikið á líkamlega, hann fái brunasár og smáskurði af atganginum, þar sem hann dregur sig áfram á höndunum eftir ytri mörkum rýmisins.

Hann segir inntak gjörningsins vera algjörlega opið fyrir túlkun áhorfandans enda fylgi honum engar frekari upplýsingar. „Fyrir mitt leyti fjallar hann um okkur mannskepnurnar, barning okkar í gegnum lífið og þær hindranir sem okkur mæta,“ segir Curver en þó geti fleiri áhugaverð hugrenningatengsl kviknað við áhorf á gjörninginn.

„En allt tengist þetta þó „pathos“ elementinu og því sammannlega. Það leynist engum sem horfir á að þessi þolraun tekur gífurlega á og auðvitað vekur það upp samkennd,“ segir hann.

Flóttafólk og fótboltaferðir

„Meðan ég var að gera gjörninginn í þetta skiptið var ég mikið að hugsa um allt flóttafólkið og þann hrylling sem það er að upplifa. Í rauninni eru þau „að skríða“ gjörsamlega varnarlaus um alla Evrópu að leita að skjóli og friði. Á meðan erum við Evrópubúarnir í brjálæðislega dýrum ferðum til Frakklands til að horfa á fótboltaleiki og borða góðan mat. Ef brotabrot af öllum þessum peningum sem fara á kreik í kringum EM færu til flóttamannahjálpar væri mörg börn ánægð,“ segir Curver um hugarástand sitt á meðan gjörningnum stóð.

Ég er ekki viss um að menntamálaráðherra og fjallkonan myndu mæta á þann gjörning.

„Ég hef ekkert á móti EM í sjálfu sér og strákarnir okkar eru að gera stórkostlega hluti. Ég meira að segja skellti mér á leikinn í fagurblárri treyju frá Geir hjá KSÍ og var stoltur af landi og þjóð. En þegar ég hugsa um stóra samhengið fæ ég smá samviskubit af þessum tveimur ömurlegu pylsum sem að ég hakkaði í mig í hléinu,“ segir Curver.

„Það voru allir brjálaðir og smeykir yfir upplýsingaleysinu og óvissunni um að komast inn á völlinn sem varði í svona klukkutíma,“ segir Curver um leikinn í Marseille, en þar þurftu margir Íslendingar að bíða í nokkurn tíma eftir að komast inn á völlinn vegna óláta ungverskra fóboltabulla.

„En hvernig ætli öllu flóttafólkinu líði að bíða og sjá hvort það kemst yfir einhver landamæri eða fær mat fyrir börnin sín. Svo er ég að kvarta yfir brunasárum eftir klukkutíma gjörning með magann fullan af hvítvíni og frönskum ostum. Ekki væri ég til í að synda lífróður í miðjarðarhafinu í svipaðan tíma og það. Ég er ekki viss um að menntamálaráðherra og fjallkonan myndu mæta á þann gjörning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp orðaður við endurkomu – Myndi taka að sér annað starf

Klopp orðaður við endurkomu – Myndi taka að sér annað starf
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fernandes ekki viss hvað gerist næst – ,,Þarf að hugsa um mína framtíð“

Fernandes ekki viss hvað gerist næst – ,,Þarf að hugsa um mína framtíð“
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa