fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Glettni og einlægni

Bókardómur: Sigurfljóð hjálpar öllum eftir Sigrúnu Eldjárn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Mánudaginn 12. desember 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var notaleg tilfinning að fá í hendurnar nýja barnabók eftir rithöfund sem foreldrar mínir lásu fyrir mig, og nokkrum árum síðar ég sjálf, í barnæsku. Allir af þúsaldarkynslóðinni svokölluðu eiga minningar sem tengjast verkum Sigrúnar Eldjárn sem hefur í gegnum árin glætt ótal persónur lífi og skapað söguheima sem auðvelt er að gleyma sér í.

Að þessu sinni smíðar Sigrún söguþráðinn í kringum ofurstelpuna Sigurfljóð sem öðlast ofurkrafta samhliða því sem hún missir fyrstu tönnina. Líkt og bókartitillinn Sigurfljóð hjálpar öllum gefur til kynna þá er söguhetjan einstaklega hjartahlýr og fordómalaus prakkari sem er óhræddur við að taka málin í eigin hendur.

Í sögunni fær Sigurfljóð til að mynda krakkana í hverfinu, sem Bogi vinur hennar er smeykur við, á sitt band og kennir þeim að það margborgar sig að stríða ekki og að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Líkt og áður myndskreytti Sigrún bókina sjálf og tókst þar afar vel upp. Myndirnar eru stílhreinar og litríkur karakter Sigurfljóðar nýtur sín vel á
fallegum pappírnum.

Boðskapur sögunnar er klassískur og söguþráðurinn litast svolítið af því en að sama skapi matreiðir Sigrún frásögnina á glettilegan og einlægan hátt sem nær vel til lesendahópsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn