fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Dario Fo látinn

Eitt þekktasta leikskáld samtímans

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 14. október 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska leikskáldið og fjöllistamaðurinn Dario Fo er látinn níutíu ára að aldri. Pólitískar satírur hans hafa verið sýndar víða um heim, meðal annars á Íslandi: til að mynda verkin Stjórnleysingi ferst af slysförum, Við borgum ekki, við borgum ekki! og Þjófar, lík og falar konur.

Fo var alla tíð mjög pólitískur og gagnrýninn á yfirvöld og var meðal annars bannaður af ítalska ríkissjónvarpinu RAI í fjórtán ár og var ítrekað neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna vegna umdeildra verka hans. Í dag er hann hins vegar álitinn þjóðargersemi á Ítalíu og sendi forsætisráðherra landsins fjölskyldu hans samúðarkveðjur og sagði Ítalíu hafa misst eina af aðalpersónunum í menningarlífi þjóðarinnar.

„Aðalsmerki hans er fyndnin og þetta algjöra virðingarleysi fyrir öllu sem heitir yfirvald, lög og reglur,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur um leikskáldið. Dario Fo var kvæntur leikkonunni, leikskáldinu og aktívistanum Fröncu Rame. Fo hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1997.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United