Damon Albarn fagnar stórafmæli í dag

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. mars 2018 12:30

Damon Albarn, söngvari, lagahöfundur og forsprakki hljómsveitanna Blur og Gorillaz, á stórafmæli í dag, en hann fagnar fimmtugsafmæli sínu.

Þann 24. ágúst 1996 var Albarn í einkaviðtali við DV þar sem hann sagðist ná sambandi við raunveruleikann á Íslandi sem honum tækist alls ekki í London. „Ég saknaði Íslands eftir að ég var farinn til Bretlands og hlakka auðvitað mikið til þess að koma aftur, annars væri ég ekki að koma,“ sagði Albarn, en viðtalið var tekið á heimili hans í London.

Svo vel líkaði Albarn við Ísland og íbúa landsins að hann keypti hlut í Kaffibarnum og einbýlishús að Bakkastöðum 109 í Reykjavík. Hugðist hann fullgera húsið fyrir ákveðna fjárhæð, en í fjarveru hans hækkaði reikningurinn um tugi milljóna. Stefndi Albarn verkfræðistofunni Hönnun og taldi hana hafa brugðist eftirlitsskyldu sinni. Sátt náðist í málinu, en er málið var til meðferðar fyrir dómi lögðu forsvarsmenn verkfræðistofunnar fram tillögu sem Albarn og lögmaður hans, Heimir Örn Herbertsson, sættust á. Efni hennar var trúnaðarmál.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 8 klukkutímum

Hörður fær liðsfélaga frá Everton

Hörður fær liðsfélaga frá Everton
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ramos kaus Klopp sem besta þjálfara ársins

Ramos kaus Klopp sem besta þjálfara ársins
433
Fyrir 9 klukkutímum

Stórbrotið mark Bale kemur ekki til greina – Ronaldo á lista

Stórbrotið mark Bale kemur ekki til greina – Ronaldo á lista
433
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Stjörnunnar og FH – Brandur á bekknum

Byrjunarlið Stjörnunnar og FH – Brandur á bekknum
433
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu markið – Iniesta með annað stórbrotið mark í Japan

Sjáðu markið – Iniesta með annað stórbrotið mark í Japan
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Ragga nagli – „Líkami kvenna er hlutgerður eins og stafsetningastíll í Melaskóla“

Ragga nagli – „Líkami kvenna er hlutgerður eins og stafsetningastíll í Melaskóla“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þess vegna er táfýla af sumum og svona er hægt að losna við hana

Þess vegna er táfýla af sumum og svona er hægt að losna við hana
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ósk tók upp tímabundið samband við Helga til að forðast frekara ofbeldi – „Ég var yfirbuguð af ótta“

Ósk tók upp tímabundið samband við Helga til að forðast frekara ofbeldi – „Ég var yfirbuguð af ótta“