fbpx
Laugardagur 23.febrúar 2019

Fæðuskortur á fjöllum

Sex manns lögðu upp í gullleitarleiðangur, en aðeins einn sneri til baka

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 11. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfred Packer hét maður frá Allegheny-sýslu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Alfred fæddist árið 1842 og varð síðar á lífsleiðinni þekktur sem hvort tveggja Alfred og Alferd. Síðara nafnið var tilkomið vegna misritaðs húðflúrs sem hann bar.

Nú Alferd þessi barðist með sambandssinnum í borgarastyrjöldinni, oft nefnd þrælastríðið, í Norður-Ameríku sem geisaði 1861–1865. Síðar gerðist Alferd gullleitarmaður og 9. febrúar, 1874, lagði hann upp í leiðangur við sjötta mann.

Hrepptu slæmt veður

Ferðafélagar Alferds voru Shannon Wilson Bell, James Humphrey, Frank „Reddy“ Miller, George „California“ Noon og Israel Swan. Þrátt fyrir viðvaranir um að vænta væri vályndra veðra settu þeir stefnuna á Klettafjöll í Colorado. Það var eins og við manninn mælt að í Klettafjöllum, nánar tiltekið á San Juan-fjallgarðinum, urðu þeir félagar að láta staðar numið vegna gríðarlegs fannfergis.

Frásögn Alferds

Áður en langt um leið fór að ganga verulega á birgðir sexmenninganna og, að eigin sögn, lagði Alferd land undir fót í von um að finna eitthvað matarkyns.

Þegar hann kom aftur til búðanna greip hann, aftur að eigin sögn, Shannon Wilson glóðvolgan þar sem hann sat að snæðingi. Uppistaða máltíðarinnar var einn af félögunum.

Þegar Shannon Wilson varð Alferds var réðst hann á Alferd með öxi. Alferd sagðist ekki hafa átt annan kost í stöðunni en að skjóta Shannon Wilson til bana.

Og þá var eftir einn

Alferd kom til byggða 16. apríl og sagði farir sínar ekki sléttar; að Shannon Wilson hefði sturlast og ráðið hinum bana. Síðar viðurkenndi hann að þegar sá elsti þeirra félaga, Israel Swan, sálaðist þá hefðu hinir, sökum slæms aðbúnaðar neyðst til að leggja hann sér til munns.

Fjórum eða fimm dögum síðar hefði James Humphrey skilið við og „var einnig etinn“. Sömu sögu var að segja af Frank Miller, sem dó af „slysförum“, banamein hans mun reyndar hafa verið skóflublað í höfuðið, og George Noon. Alferd sagðist, að lokum, hafa banað Shannon Wilson „í sjálfsvörn“.

Játning Alferds

Nú leið tíminn og var fátt frétta af Alferd karlinum. Dró heldur betur til tíðinda 5. ágúst, þetta sama ár, þegar hann viðurkenndi að hafa drepið ferðafélaga sína, alla fimm. Það gerði hann eftir að líkamsleifar félaga hans höfðu fundist og ástand þeirra stangaðist á við frásögn hans.

Sagan segir að dómarinn í máli Alferds hafi sagt: „Bölvaður sértu, Alferd Packer! Það voru sjö „dimmycrats“ (demókratar) í Hinsdale-sýslu og þú hefur etið fimm þeirra.“

Hið snarasta var Alferd stungið í steininn en tókst að sleppa og fór í felur.

Dauðadómur og náðun

Hinn 11. mars, 1883, var hulunni svipt af Alferd Packer í Cheyenne í Wyoming. Alferd, sem hafði gengið undir nafninu John Schwartze, var handtekinn fyrir morð.

Dómur féll 13. apríl og Alferd var sakfelldur og dæmdur til að hengjast „þar til þú ert dauður, dauður, dauður og megi Guð vera sálu þinni náðugur.“

Dóminum var snúið, en 8. júní fékk Alferd 40 ára fangelsisdóm. Honum var sleppt úr fangelsi 8. febrúar, 1901, og dó 23. apríl 1907.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 9 klukkutímum

Segist hafa leyst besta miðvörð heims af hólmi: ,,Ekki auðvelt“

Segist hafa leyst besta miðvörð heims af hólmi: ,,Ekki auðvelt“
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Ætlaði að ræna lítilli stúlku – Áttaði sig ekki á hver gætti hennar

Ætlaði að ræna lítilli stúlku – Áttaði sig ekki á hver gætti hennar
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Flugslysum fjölgaði talsvert árið 2018

Flugslysum fjölgaði talsvert árið 2018
433
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að Özil sé enn mjög mikilvægur: Veikindi og vandræði

Segir að Özil sé enn mjög mikilvægur: Veikindi og vandræði
Matur
Fyrir 13 klukkutímum

Búðu til þitt eigið mæjónes

Búðu til þitt eigið mæjónes
Kynning
Fyrir 13 klukkutímum

Gullkistan: Þjóðbúningasilfur og fleiri skartgripir

Gullkistan: Þjóðbúningasilfur og fleiri skartgripir