fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Eiginkonan með rofna persónuleikann

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. október 2018 16:30

Með lögfræðingi sínum Terrie játaði og fékk vægari dóm.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Terrie og Billy Sramek fóru í göngutúr saman, 31. júlí 1991, skammt frá heimili þeirra í Middleburg Heights í Utah í Bandaríkjunum. Það var í síðasta skipti sem Billy sást á lífi.

Daginn eftir fór Terrie til lögreglunnar og sagði að eiginmaður hennar væri horfinn og það hefði gerst á meðan hún var í kirkju. Terrie samþykkti að koma fram ásamt lögreglu í sjónvarpsútsendingu og höfða þannig til þeirra sem báru ábyrgð á hvarfi Billys.

Snöktandi, með fjögurra mánaða dóttur þeirra í fanginu, sagði hún: „Hann hefði aldrei horfið nema einhver hefði neytt hann til þess.“

Seldi smámuni og fatnað

Eitthvað var þó eins og það átti ekki að vera. Á meðal þeirra sem horfðu á útsendinguna var myntsafnarinn Jim Belaszy. Honum fannst skjóta skökku við að á þeim tíma sem liðið hafði frá hvarfi Billys og að sjónvarpsútsendingunni hafði Terrie komið í verslun hans. Hann hafði keypt af henni myntsafn eiginmanns hennar, sem hún sagði hafa dáið úr hjartaslagi.

Einhverjum dögum síðar birtist auglýsing í grenndarblaðinu þar sem auglýst var til sölu ýmislegt til heimilishalds og notuð karlmannsföt. Símanúmerið sem fylgdi tilheyrði Terrie.

Einkaspæjari ráðinn

Lík Billys fannst 21. ágúst í hávöxnu grasi skammt frá Isaac-vatni í tæplega tveggja kílómetra fjarlægð frá heimili hjónanna. Rotnun var komin vel á veg en þó var hægt að úrskurða að hann hafði verið skotinn í hvort tveggja andlitið og hnakkann.

Að ættingjum Billys hafði læðst illur grunur – að Terrie væri ekki öll þar sem hún væri séð. Réðu ættingjarnir einkaspæjara sem komst fljótlega að því að Terrie var í óða önn að selja allar eigur Billys. Einnig birtust í einkamálaauglýsingum fyrir einmana fólk auglýsingar frá henni, en hún hafði reyndar hitt Billy fyrir tilstilli slíkra auglýsinga.

Rifust um drykkju og fjárdrátt

Einkaspæjarinn lét slag standa og spurði Terrie hreint út hvort hún bæri ábyrgð á dauða eiginmanns síns. Terrie bugaðist og játaði allt saman.

Að hennar sögn höfðu þau farið í göngutúr, hún með dóttur þeirra á bakinu, og farið að rífast.

Þau rifust annars vegar um drykkju Billys og hins vegar um 65.000 dali sem hún hafði dregið sér frá fyrrverandi vinnuveitanda í Utah. Það sem fór fyrir brjóstið á Billy var að hún hafði ekki deilt hinu illa fengna fé með honum.

Billy hefði slegið hana, dóttir þeirra farið að gráta og hún seilst eftir flösku til að verja sig.

„Slæmu“ persónurnar

Síðar breytti hún frásögninni; hún dró byssu upp úr pússi sínu og skaut eiginmann sinn í andlitið og síðan í hnakkann þar sem hann lá óvígur.

Síðar kom í ljós að Terrie hafði allt í allt dregið sér 228.000 dali frá tryggingafyrirtæki í Montana árið 1986.

Terrie fullyrti að hún glímdi við rofinn persónuleika og það væru „slæmu“ persónurnar sem fengju hana til að gera eitthvað slæmt. Eitthvað hafði Terrie fyrir sér í þeirri fullyrðingu því réttarskipaður geðlæknir komst að sömu niðurstöðu. Terrie Sramek var gefinn kostur á að játa sig seka og fá 15 ára fangelsisdóm í stað lífstíðar. Hún tók boðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“