fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019

Bani í bifreiðaverslun

Framkvæmdastjóri gætti verslunar – Síðasti svefnstaðurinn

Kolbeinn Þorsteinsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 30. nóvember, 1929, átti sér stað til þess að gera fáheyrður atburður í Reykjavík. Var nokkuð ítarlega um hann fjallað í Morgunblaði þess tíma, enda mat manna að viðlíka óhugnaður ætti vart að geta átt sér stað í höfuðborginni.

Þannig var mál með vexti að við Laugaveg 105, gegnt Hlemmi, var rekin bifreiðaverslun Sveins Egilssonar. Um sumarið þetta ár höfðu starfsmenn verslunarinnar tekið eftir því að brotist hafði verið inn í verslunar- og verkstæðishúsið. Engu hafði verið stolið og talið að hinn óboðni gestur hefði orðið var mannaferða og lagt á flótta.

Svaf í verslunarhúsnæðinu

Engu að síður tók framkvæmdastjóri verslunarinnar, Jón Egilsson, þá ákvörðun að sofa í húsnæðinu, í litlu herbergi inn af skrifstofunum, enda var að jafnaði fé og ýmislegt annað verðmætt geymt á skrifstofunum. Þannig vildi Jón koma í veg fyrir óæskilegar mannaferðir á ókristilegum tíma.

Hvað gerðist um nóttina var eðlilega ekki vitað í fyrstu. Þó lá fyrir að Jón hafði farið í kvikmyndahús um kvöldið ásamt vini sínum. Síðan hafði hann tekið á sig náðir í fyrrnefndu herbergi. Skömmu síðar kom Sveinn, bróðir Jóns, þangað og áttu bræðurnir tal saman. Sveinn hvarf síðan á braut um miðnæturbil.

Á gólfinu í blóðpolli

Klukkan 9 að morgni 30. nóvember ber að tvo menn; Erlend Jónsson og Jón Leví. Þegar þeir komu að aðaldyrunum sjá þeir samstundis að eina rúðu vantar í hurðina.

Inn komnir sjá þeir síðan að dyrnar inn í herbergi Jóns eru opnar og á gólfinu liggur Jón allur i miðjum blóðpolli. Erlendur og Jón Leví höfðu án tafar samband við lögregluna.

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að rúðan hafði verið skorin úr útidyrahurðinni og eftirleikurinn verið einfaldur fyrir þann sem það gerði.

Veitti viðnám

Taldi lögreglan nokkuð ljóst að komumaður hafi verið kunnugur versluninni því ekki hafði hann reynt að opna læstar skrifstofudyrnar heldur freistað þess að komast inn á skrifstofuna í gegnum herbergi Jóns.
Morðvopnið, 30 sentimetra stúfur af látúnsöxli úr mótorbát, fannst á vettvangi.

Greinilegt var að Jón hafði veitt viðnám og sáust þess ummerki í herberginu. Rúmföt og flest annað þar inni var á tjá og tundri, þar á meðal klukka sem hafði greinilega stöðvast klukkan 4.30 þegar hún féll í gólfið, að því er talið var.

Slæm útreið

Í umfjöllun Morgunblaðsins var tekið fram að útreiðin sem Jón Gíslason fékk þarna í morgunsárið væri þess eðlis að ekki þætti rétt að fara nánar út í þá sálma. Þó var sagt um útreiðina: „hún ber vott um fullkomið, rólegt jafnvægi í huga morðingjans.“ Blóðugt handklæði var í herberginu, sem morðinginn hafði notað til þurrka af sér blóðið.

Í fyrstu var álitið að til átaka hefði komið á leið morðingjans inn á skrifstofurnar í gegnum svefnherbergi Jóns, en síðar kom í ljós að sú hafði ekki verið raunin.

2.300 krónur

Næsta dag hafði lögreglan hendur í hári Egils Hauks Hjálmarssonar sem játaði á sig morðið. Hann sagðist hafa komist klakklaust inn á skrifstofurnar eftir að hafa fundið lykla í buxnavasa Jóns. Í fremri skrifstofunni var peningaskápur og í honum blikkkassi. Egill sagðist hafa skorið hann upp og hirt það fé sem í honum voru auk fjár sem var í ýmsum umslögum í peningaskápnum; alls um 2.300 krónur.

Það var ekki fyrr en Egill var á leið út með ránsfenginn, í gegnum svefnherbergi Jóns, að Jón rumskaði. Sagðist Egill ekki hafa ætlað sér að ráða Jóni bana, en beitt látúnsstönginni með þessum hörmulegu afleiðingum. Egill Haukur Hjálmarsson var dæmdur til 18 ára vistar í typtunarhúsi, en í slíkum stofnunum unnu fangar á daginn en sættu gæslu um nætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Segir vegaframkvæmdir geta sparað um 25 milljarða á ári: „Af hverju eru menn ekki byrjaðir á þessu?“

Segir vegaframkvæmdir geta sparað um 25 milljarða á ári: „Af hverju eru menn ekki byrjaðir á þessu?“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Segja að laun Kolbeins séu í sérflokki hjá Nantes: Þetta er hann sagður þéna

Segja að laun Kolbeins séu í sérflokki hjá Nantes: Þetta er hann sagður þéna
Kynning
Fyrir 2 klukkutímum
Bono og Davíðssálmar
433
Fyrir 3 klukkutímum

Hausverkur Jurgen Klopp: Van Dijk í banni og Lovren tæpur

Hausverkur Jurgen Klopp: Van Dijk í banni og Lovren tæpur
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Segja engar upplýsingar til um tekjur af laxveiði

Segja engar upplýsingar til um tekjur af laxveiði
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Vigdís um lúxus-landkynninguna: „Væri fyndið – ef þetta væri ekki svona sorglegt“

Vigdís um lúxus-landkynninguna: „Væri fyndið – ef þetta væri ekki svona sorglegt“
Matur
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta borðar Kylie Jenner á morgnana: „Morgunmatur er leiðinlegur“

Þetta borðar Kylie Jenner á morgnana: „Morgunmatur er leiðinlegur“
Bleikt
Fyrir 5 klukkutímum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Síðasti spölur Sala: Hundurinn sorgmæddur fyrir utan athöfnina

Síðasti spölur Sala: Hundurinn sorgmæddur fyrir utan athöfnina