fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Haglabyssa og henging

Áform Henryks og Alice fóru ekki saman

Kolbeinn Þorsteinsson
Þriðjudaginn 27. febrúar 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ófögur sjón sem mætti mjólkurpóstinum í Aldington í Kent á Englandi árla morguns 13. maí 1961. Þegar hann kom að heimili Alice Buxton við Frith-veg nánast hnaut hann um einhvern sem lá á veröndinni.
Þegar mjólkurpósturinn laut niður að manneskjunni sá hann að þar var engin önnur en Alice Buxton sjálf, eða líkið af henni, íklædd náttfötum og slopp.

Hlaup en ekkert skefti

Við líkið af Alice lá alblóðugt hlaup af tvíhleyptri haglabyssu og fór það ekki fram hjá lögreglunni þegar hún kom á vettvang. Skeftið var hvergi sjáanlegt.

Á flísalögðu gólfi uppþvottaherbergis inn af eldhúsinu lá líkið af Hubert, eiginmanni Alice. Hann hafði verið skotinn til bana.

Undirritað ástarbréf

Var nú leitað dyrum og dyngjum á heimili hjónanna í von um að þar fyndist eitthvað sem varpað gæti ljósi á atburði næturinnar. Á meðal þess sem fannst var rifrildi af bréfi sem hafði verið sent Alice, reyndar á eitthvert belgískt heimilisfang.

Greinilega var um ástarbréf að ræða og það var undirritað af „Henryk“. Bréfið hafði verið skrifað 8. maí og áframsent frá Belgíu til Kent.

Ljós bíll

Nágranni Buxton-hjónanna hafði séð ljósan bíl sem hafði verið lagt rétt við húsið um klukkan korter yfir níu kvöldið áður.

Enn fremur uppgötvaði lögreglan að ein vinkvenna Alice hét Grypa Niemasz. Eiginmaður Grypu átti ljósan bíl og eiginmaðurinn hét … Henryk.

Sem betur fer fyrir Henryk og því miður fyrir lögregluna hafði Henryk skothelda fjarvistarsönnun: Hann hafði verið uppi í rúmi hjá eiginkonu sinni. Þetta staðfesti Grypa aðspurð.

Skeftið finnst

En lögreglan vildi ekki játa sig sigraða og fór heim til Niemasz-hjónanna nokkrum dögum síðar. Í smáhýsi baka til fannst brotið skefti af haglabyssu og Henryk var handtekinn með það sama.

Skeftið tilheyrði greinilega hlaupinu sem hafði fundist við líkið af Alice og á því voru fingraför Henryks. Alblóðugar buxur af Henryk fundust einnig og þegar þar var komið sögu sá Grypa sitt óvænna og viðurkenndi að hún hefði logið til um fjarvistarsönnun eiginmanns síns.

Óraunhæf áform Alice

Henryk upplýsti lögregluna um að hann og Alice hefðu verið elskendur. Hún hefði heimtað að þau hlypust á brott saman, en Henryk hefði aldrei ætlað sér að fara frá Grypu.

Hvað morðin áhrærði sagði Henryk að hann hefði hitt mann, George að nafni, á ónefndri krá. George hefði samþykkt að myrða Alice og Hubert fyrir lítil 60 sterlingspund.

Síðasta hengingin

Merkilegt nokk þá lagði kviðdómur ekki trúnað á þá frásögn Henryks og hann var dæmdur til dauða. Föstudaginn 8. september, 1961, naut Henryks þess vafasama heiðurs að verða síðasti maðurinn sem var hengdur í London. Það var gert í Wandsworth-fangelsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“